Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Síða 31
TÓMAS GUÐMUNDSSON
11
hyglisgáfu, stórum meiri fegurðar-
smekk en almennt gerðist, og ríkri
^jóðrænni skáldgáfu; væntum vér
því, margir hverjir, mikils af hon-
Uln í ljóðagerðinni, er tímar liðu,
enda er það nú löngu á daginn
komið.
Að vísu skar fyrsta ljóðabók hans,
Við sundin blá (1925), sig að ýmsu
leyti ekki úr öðrum fyrstu ljóða-
kókum ýmsra þeirra skálda, er um
somu mundir komu fram á sjónar-
sviðið, enda vakti þetta safn hans
eigi neina verulega athyggli al-
mennings, þótt það færi eigi fram
kjá ýmsum ljóðaunnendum. Um
viðtökur þessarra skólaljóða sinna
°§ uppruna þeirra ræðir höfundur-
lnn annars mjög hispurslaust í eftir-
iektarverðum formála að hinni nýju
utgáfu þeirra (1950), og er réttast
að gefa honum orðið, áður en lengra
er farið í mati á þeim:
-Við sundin blá kom út í apríl-
^ánuði 1925 og voru útgefendurnir
n°kkrir stúdentar. Vöktu kvæðin
iremur litla eftirtekt og öfluðu
kvorki höfundinum frægðar né út-
gefendunum fjár. Þó hefir seinna
tekizt svo til, að kver þetta er með
nllu þrotið, og hafa þau eintök, er
lent hafa hjá fornbókasölum hin
síðari ár, komizt í ótrúlega hátt
verð. Fyrir þá sök hefir nú verið
korfið að því ráði að láta prenta
kverið á nýjan leik og kann þó ýms-
Um að finnast sem því sé gert full
nátt undir höfði með slíkri rausn.
Kvæðin eru flest til orðin á mennta-
skólaárunum og bera að sjálfsögðu
^nörg 0g auðsæ merki þess aldur-
skeiðs, en þó má vera, að þau séu
1 heild öllu einhæfari að yfirbragði
°g gerð en efni stóðu til. Af einskon-
ar »fagurfræðilegum“ hégómaskap,
sem ég hirði ekki um að gera nán-
ari grein fyrir, lét ég mér, þegar ég
valdi kvæðin til prentunar, sérstak-
lega annt um, að þau hefðu öll sem
samfelldastan svip, og gekk því með
ráðnum hug fram hjá nokkrum
þeim ljóðum, sem annars hefðu
helzt verið til þess fallin að gera
kverið fjölbreyttara að viðfangs-
efnum og stíl. Þannig eru nokkur
þau kvæði, er seinna birtust í
Fögru veröld, til orðin, að minnsta
kosti í fyrstu gerð, áður en Við
sundin blá var prentuð. En þó að ég
láti þessa getið, sumpart mér til af-
sökunar, þá segir það sig sjálft, að
ég mundi ekki hafa leyft endur-
prentun ljóðanna, ef ég vildi ekki
framar við þau kannast. Þau eru
mér sjálfum persónuleg minning
um harla fjarlægan — og sjálfsagt
mjög óraunsæjan — hugarheim,
þar sem fegurðin ein var hvort-
tveggja í senn, takmarkið og vegur-
inn að takmarkinu. Sum kvæðanna
eignuðust líka á sínum tíma, þrátt
fyrir allt, góðfúsa lesendur meðal
ungra skáldbræðra og æskuvina
höfundarins, og með þakklæti til
þeirra allra, lífs og liðinna, skal þess-
um formálsorðum lokið“.
Og hvað sem segja má um ungæð-
isbrag á æskuljóðum þessum, þá eru
þau öll mjúkstíg, og bera órækt
vitni smekkvísi skáldsins um mál-
far og bragfimi hans. Óneitanlega er
t. d. bæði fallega og þýðlega í streng-
ina gripið í upphafskvæðinu, „Um
sundin blá", en þessi eru fyrsta og
niðurlagserindið:
Um vorkvöldin síðla ég sigli einn
um sundin blá.
Til hvíldar er heimurinn genginn
og hljómarnir þysmiklu fallnir í dá.