Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 32

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 32
12 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Um sofandi varir fer viðkvæmt bros meðan vornóttin gengur hjá. ----0---- Á burtu með söngvunum sál mín líður um sundin blá------ í líðandi niði vorblárra vatna vaggaðu, húmnótt, sorg minni og þrá — Lát hægan drjúpa af dularhönd þinni draumveig á syrgjandans brá. Hér lýsir sér einnig vel sá andi, er svífur yfir vötnum í bókinni, tón- tegundin, sem ljóðin eru ort í, þrung- in ásthrifni, draumlyndi og trega. Meðal ljóðrænustu og fegurstu kvæðanna í bókinni er þetta heil- steypta smákvæði, samnefnt fyrstu ljóðlínunni: Eitt hjarta ég þekki, eitt hjarta, sem hamingjuna fann. Og skógurinn angaði allan daginn og elfan söng og rann. Sumir leita þess alla ævi, sem aðra bindur í hlekki. Á harmanna náðir þau hjörtu flýja, sem hamingjan nægir ekki. Eitt hjarta ég þekki. Því er svo þögult allt í kringum mig. Streym, elfur, hægt í hafið. Lát húmið, skógur, byrgja þig. Þegar nánar er að gáð, svipmerkja einnig þessi æskukvæði skáldsins sum einkenni seinni kvæða hans, þó að síðar sé í fastmótaðri og list- rænari mynd, sérstaklega ástin og aðdáunin á lífinu og fegurðinni, er orðið hafa meginþættir í skáldskap hans. Ágætt dæmi þess er þetta er- indi úr kvæðinu „Komdu!“: í dvala líður nóttin og dökkvinn óðum flýr, en dagurinn, sem rís, yfir nýrri gleði býr, og ljóma slær á liðna tímans vegi. Hve veröldin er fögur og ævin ljúf og löng, og ljúft er nú að geta með hjörtun full af söng und hvítum seglum siglt mót björtum degi. III. En þó skáldið sigldi nú fleyi sínu „hvítum seglum mót björtum degi“, var þess harla langt að bíða, að hann kæmi í höfn úr þeirri för út í lönd drauma og ævintýra. Átta ár liðu, áður en hann sendi frá sér nýja kvæðabók, og munu margir vafa- laust hafa verið farnir að halda, að hans biðu sömu örlög og flestra hinna „sextán skáldanna“ úr fjórða bekk, sem beint höfðu æskuást sinni á skáldgyðjunni inn á aðrar brautir. Svo var þó eigi, góðu heilli, um Tómas Guðmundsson. Eftir átta ár rauf hann þögnina með útkomu ljóðabókar sinnar Fagra veröld,, og gat nú hver sá, er á ljóðum kunni nokkur veruleg skil, séð það ótví- rætt, að hér var á ferðinni óvenju- legt ljóðskáld. Með þessari bók sinni vann Tómas sinn fyrsta mikla bók- menntalega sigur, og hann var vel að þeim sigri kominn, því að í þess- um kvæðum hans fór saman frábær fágun í máli og bragarháttum, ljóð- ræn fegurð og frumleiki í efnismeð- ferð. Hann sló á nýja strengi í ís- lenzkri ljóðagerð, enda féll þessi bók í svo frjóa jörð hjá ljóðavinum, að hún kom út í þrem útgáfum á stutt- um tíma, og nýlega í fjórðu útgáfu, eins og þegar hefir getið verið. Sér-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.