Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 32
12
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Um sofandi varir fer viðkvæmt bros
meðan vornóttin gengur hjá.
----0----
Á burtu með söngvunum sál mín
líður
um sundin blá------
í líðandi niði vorblárra vatna
vaggaðu, húmnótt, sorg minni og
þrá —
Lát hægan drjúpa af dularhönd
þinni
draumveig á syrgjandans brá.
Hér lýsir sér einnig vel sá andi,
er svífur yfir vötnum í bókinni, tón-
tegundin, sem ljóðin eru ort í, þrung-
in ásthrifni, draumlyndi og trega.
Meðal ljóðrænustu og fegurstu
kvæðanna í bókinni er þetta heil-
steypta smákvæði, samnefnt fyrstu
ljóðlínunni:
Eitt hjarta ég þekki, eitt hjarta,
sem hamingjuna fann.
Og skógurinn angaði allan daginn
og elfan söng og rann.
Sumir leita þess alla ævi,
sem aðra bindur í hlekki.
Á harmanna náðir þau hjörtu flýja,
sem hamingjan nægir ekki.
Eitt hjarta ég þekki. Því er
svo þögult allt í kringum mig.
Streym, elfur, hægt í hafið.
Lát húmið, skógur, byrgja þig.
Þegar nánar er að gáð, svipmerkja
einnig þessi æskukvæði skáldsins
sum einkenni seinni kvæða hans, þó
að síðar sé í fastmótaðri og list-
rænari mynd, sérstaklega ástin og
aðdáunin á lífinu og fegurðinni, er
orðið hafa meginþættir í skáldskap
hans. Ágætt dæmi þess er þetta er-
indi úr kvæðinu „Komdu!“:
í dvala líður nóttin og dökkvinn
óðum flýr,
en dagurinn, sem rís, yfir nýrri gleði
býr,
og ljóma slær á liðna tímans vegi.
Hve veröldin er fögur og ævin ljúf
og löng,
og ljúft er nú að geta með hjörtun
full af söng
und hvítum seglum siglt mót
björtum degi.
III.
En þó skáldið sigldi nú fleyi sínu
„hvítum seglum mót björtum degi“,
var þess harla langt að bíða, að hann
kæmi í höfn úr þeirri för út í lönd
drauma og ævintýra. Átta ár liðu,
áður en hann sendi frá sér nýja
kvæðabók, og munu margir vafa-
laust hafa verið farnir að halda, að
hans biðu sömu örlög og flestra
hinna „sextán skáldanna“ úr fjórða
bekk, sem beint höfðu æskuást sinni
á skáldgyðjunni inn á aðrar brautir.
Svo var þó eigi, góðu heilli, um
Tómas Guðmundsson. Eftir átta ár
rauf hann þögnina með útkomu
ljóðabókar sinnar Fagra veröld,, og
gat nú hver sá, er á ljóðum kunni
nokkur veruleg skil, séð það ótví-
rætt, að hér var á ferðinni óvenju-
legt ljóðskáld. Með þessari bók sinni
vann Tómas sinn fyrsta mikla bók-
menntalega sigur, og hann var vel
að þeim sigri kominn, því að í þess-
um kvæðum hans fór saman frábær
fágun í máli og bragarháttum, ljóð-
ræn fegurð og frumleiki í efnismeð-
ferð. Hann sló á nýja strengi í ís-
lenzkri ljóðagerð, enda féll þessi bók
í svo frjóa jörð hjá ljóðavinum, að
hún kom út í þrem útgáfum á stutt-
um tíma, og nýlega í fjórðu útgáfu,
eins og þegar hefir getið verið. Sér-