Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Síða 37
TÓMAS GUÐMUNDSSON
17
En inni í garðinum róslitað rökkur
hneig
frá rismiklum pálmum, sem hófust
í þaggandi blæ.
þúsund ára angan úr sandinum
steig
frá urtum og víni, sem tíminn
kastaði á glæ.
Og tíminn leið og sál mína bar
nieð sér,
°g sál mín beið þess áhyggjulaus
og hljóð,
sem heilagur andi hvíslaði í
eyra mér
°g hentað gæti þjóðinni minni
í ljóð!
himininn skráði sitt andríki’
á blóm og blað,
°g mitt barnslega hjarta fylltist af
þakkargjörð.
á hirtist sem leiftur úr lundinum
handað að
eiri af lausavísum Drottins á þessari
jörð.
sjá! Ég skynjaði inntak hins
eih'fa ljóðs,
Sem ódauðleikans glóð undir
_ vængjum ber,
Því draumar liðinna kynslóða
kvöddu sér hljóðs
°g kröfðust að fá að lifa í brjósti mér.
Og aldrei síðan hjarta mitt hóf
að slá
3afn himnesk vitneskja sál mína
valdi tók,
hve okkar ljóð eru lítil við hliðina á
hinum leyndardómsfulla skáldskap
í Drottins bók.
”í klausturgarðinum“, einnig úr
alíuferðinni, er hjartnæm lýsing á
Júpri löngun skáldsins til að endur-
heimta drauma og hugsjónir æsku
sinnar og gera þau að nýjum aflvaka
í lífi hans. Kvæði þetta, sem er
meistaralegt að málfari og samlík-
ingum, sýnir frábærlega vel hæfi-
leika skáldsins til að finna dýpstu
hugsunum sínum og hræringum
hæfan og listrænan búning. Hámarki
sínu nær þó Ijóðræn fegurðin í
kvæðinu „Þjóðvísu", sem margir
telja fegursta kvæði skáldsins, en
fegurðarinnar og töfranna í þessu
gullfagra kvæði um draum og harm
smámeyjarinnar, er var „dularfulla
blómið í draumi hins unga manns“,
njóta menn aðeins til nokkurrar
hlítar við lestur þess.
Ljóðrænir og draumrænir töfrar
skáldskaparsnilldar Tómasar Guð-
mundssonar klæðast því glæsilegum
búningi í þessum og fleiri kvæðum
safnsins. í upphafs- og lokakvæðum
þess, „Aladdín“ og „Eftirmála“, er
grunntónninn, eins og svo oft áður,
treginn yfir horfinni æsku með
draumaveröld hennar, samhliða leit
eftir fegurð og hamingju, sem skáld-
ið heldur áfram að finna í unaði líð-
andi stundar. En eins og þung undir-
alda er meðvitundin um fallvaltleik
jarðneskra gæða og geigvænn ugg-
urinn um stöðuga nálægð dauðans.
Þó að ýmsum muni þykja lífs-
skoðun þessi æði neikvæð, er eigi
að síður í kvæðum Tómasar fram
að þessum tíma, mikla svölun að
finna listhneigðum sálum, því að
hann er eigi aðeins gæddur hæfi-
leikanum til þess að sjá fegurðina í
lífinu, jafnvel á hinum ólíklegustu
stöðum, heldur á hann þá enn þá
fágætari gáfu að geta gert aðra hlut-
hafa í þeirri fegurð í listrænum
skáldskap sínum.