Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Side 38

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Side 38
18 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA V. Liðu nú tíu ár þangað til Tómas sendi frá sér nýja ljóðabók, og biðu margir hennar með óþreyju, ekki sízt vegna þess, að kvæði hans, sem komið höfðu út á því tímabili í blöð- um og tímaritum, báru því vott, að hugðarmál hans og horf við lífinu höfðu tekið mikilli og djúpstæðri breytingu og skáldskapur hans að sama skapi um anda og innihald. Þetta kom einnig ótvírætt á daginn, þegar hin langþráða bók hans, Fljóiið helga, kom út stuttu fyrir jólin 1950. Hún sýnir það, svo að eigi verður um villst, að Tómas hef- ir á síðasta áratug stórum vaxið að djúpskyggni og víðfeðmi, að ó- breyttri þeirri frábæru ljóðfegurð og listrænni fágun, sem alltaf hefir svipmerkt kvæði hans. Var útkoma bókar þessar með réttu talin mikill bókmenntaviðburður. Með henni hefir höfundurinn einnig (fram að þessu) unnið sinn mesta bókmennta- sigur og tekið sér sess meðal önd- vegisskálda þjóðarinnar. Ekki þarf annað en lesa fyrsta kvæði bókarinnar, „Kvöldljóð um draum“, til þess að sannfærast um, að hér er ekkert hversdagsskáld á ferð, en kvæðið hefst með þessum erindum: í kvöldrauð gljúfur hrynur dauðahljótt hið hvíta ljós, er skein á runni og bárum. Því vorið hefur mælt sér mót í nótt við mánaskin frá löngu horfnum árum. Og það er eins og elfan skipti um róm. Svo ástúðlegum hreimi fossinn niðar sem varist hann að vekja kvöldsvæf blóm. Hann vill að jörðin njóti svefns og friðar. Svo spegla hyljir heiði stjörnumilt, en handan vatnsins, lágt við fjallsins rætur, er dalsins kirkja horfin hægt og stillt í hljóðan skugga fjólublárrar nætur. Og meðan rökkri reifast sofin jörð, sem reikar dreymin meðal himinstjarna, hún vakir hrum og heldur tryggan vörð um hinzta náttstað þreyttra jarðarbarna. Þetta er sannarlega fögur og til- komumikil náttúrulýsing, ágætt dæmi þess, hvernig skáldinu lætur sú myndasmíð, hversu snjall málari hann er í orðum. Samt er þetta ekki nema bakgrunnur meginefnis þessa merkilega kvæðis, sem er fágæt sjálfslýsing. Höfundurinn gengur þar á vit við liðna tíð, verður á ný lítill drengur, „skáld og drauma- maður, sem skyggnum þrettán vetra augum starir“; hann horfist djarf- lega í augu við sjálfan sig og gerir upp reikningana. Kristmann Guð- mundsson rithöfundur fór ekki vill- ur vegar, er hann lét svo ummælt um þetta snilldarlega kvæði (sem auðvitað verður að lesast í heild sinni), að undir kyrru og mildu yfir- borði þess búi „dulmögnuð kyngi sjálfsrannsóknar og sálarbaráttu, er endað hefir með sigri og heiðríkri karlmannsró11. í kvæðinu fara saman dýpt og alvöruþungi, og þannig yrkir sá einn, sem náð hefir miklum andlegum þroska, glímt við sjálfan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.