Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Side 38
18
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
V.
Liðu nú tíu ár þangað til Tómas
sendi frá sér nýja ljóðabók, og biðu
margir hennar með óþreyju, ekki
sízt vegna þess, að kvæði hans, sem
komið höfðu út á því tímabili í blöð-
um og tímaritum, báru því vott, að
hugðarmál hans og horf við lífinu
höfðu tekið mikilli og djúpstæðri
breytingu og skáldskapur hans að
sama skapi um anda og innihald.
Þetta kom einnig ótvírætt á daginn,
þegar hin langþráða bók hans,
Fljóiið helga, kom út stuttu fyrir
jólin 1950. Hún sýnir það, svo að
eigi verður um villst, að Tómas hef-
ir á síðasta áratug stórum vaxið að
djúpskyggni og víðfeðmi, að ó-
breyttri þeirri frábæru ljóðfegurð og
listrænni fágun, sem alltaf hefir
svipmerkt kvæði hans. Var útkoma
bókar þessar með réttu talin mikill
bókmenntaviðburður. Með henni
hefir höfundurinn einnig (fram að
þessu) unnið sinn mesta bókmennta-
sigur og tekið sér sess meðal önd-
vegisskálda þjóðarinnar.
Ekki þarf annað en lesa fyrsta
kvæði bókarinnar, „Kvöldljóð um
draum“, til þess að sannfærast um,
að hér er ekkert hversdagsskáld á
ferð, en kvæðið hefst með þessum
erindum:
í kvöldrauð gljúfur hrynur
dauðahljótt
hið hvíta ljós, er skein á runni og
bárum.
Því vorið hefur mælt sér mót í nótt
við mánaskin frá löngu horfnum
árum.
Og það er eins og elfan skipti um
róm.
Svo ástúðlegum hreimi fossinn niðar
sem varist hann að vekja kvöldsvæf
blóm.
Hann vill að jörðin njóti svefns og
friðar.
Svo spegla hyljir heiði stjörnumilt,
en handan vatnsins, lágt við fjallsins
rætur,
er dalsins kirkja horfin hægt og
stillt
í hljóðan skugga fjólublárrar nætur.
Og meðan rökkri reifast sofin jörð,
sem reikar dreymin meðal
himinstjarna,
hún vakir hrum og heldur tryggan
vörð
um hinzta náttstað þreyttra
jarðarbarna.
Þetta er sannarlega fögur og til-
komumikil náttúrulýsing, ágætt
dæmi þess, hvernig skáldinu lætur
sú myndasmíð, hversu snjall málari
hann er í orðum. Samt er þetta ekki
nema bakgrunnur meginefnis þessa
merkilega kvæðis, sem er fágæt
sjálfslýsing. Höfundurinn gengur
þar á vit við liðna tíð, verður á ný
lítill drengur, „skáld og drauma-
maður, sem skyggnum þrettán vetra
augum starir“; hann horfist djarf-
lega í augu við sjálfan sig og gerir
upp reikningana. Kristmann Guð-
mundsson rithöfundur fór ekki vill-
ur vegar, er hann lét svo ummælt
um þetta snilldarlega kvæði (sem
auðvitað verður að lesast í heild
sinni), að undir kyrru og mildu yfir-
borði þess búi „dulmögnuð kyngi
sjálfsrannsóknar og sálarbaráttu, er
endað hefir með sigri og heiðríkri
karlmannsró11. í kvæðinu fara saman
dýpt og alvöruþungi, og þannig
yrkir sá einn, sem náð hefir miklum
andlegum þroska, glímt við sjálfan