Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Síða 39
TÓMAS GUÐMUNDSSON
19
si§ °§ vandamál mannlegrar tilveru,
°g gengið sigrandi af hólmi.
Eigi að síður hefir Tómas ekki
glatað hæfileikanum til þess að slá
s léttari strengi góðlátlegrar glettni
a sinn eiginlega og frumlega hátt,
jafnvel þegar hann sjálfur á í hlut,
eins og fram kemur í kvæðinu „Að
Vera samtíða sjálfum sér“, sem er
bráðskemmtilegt. Af skyldum toga
spunnið, en viðameira, er „Bréf til
•látins vinar“. Sérstæð kýmnigáfa
skáldsins, sem ósjaldan finnur sér
framrás í markvissri kaldhæðni,
eins og þegar hefir verið bent á,
nýtur sín þar ágætlega; þetta erindi
Verður að nægja sem dæmi:
En dánum fannst okkur sjálfsagt að
þakka þér
°§ Þyrptumst hljóðir um kistuna
fagurbúna.
Og margir báru þig héðan á höndum
sér,
sem höfðu í öðru að snúast þangað
til núna.
þetta er afrek, sem einungis
látnum vinnst,
1 allra þökk að gerast virðingar-
rnestur.
^vi útför er samkoma, þar sem oss
, flestum finnst
1 fyrsta sinn rétt, að annar sé
heiðursgestur.
Mikill snilldarbragur er enn sem
fyrri á hinum hreinræktuðu ljóð-
rsenu kvæðum skáldsins, eins og sjá
ma af hinu gullfagra kvæði „Fljúg-
andi blóm“, er jafnframt speglar
-ftirminnilega lífsskoðun hans:
Og seg þú mér, ljóð mitt, hvort ekki
er einmitt þetta
hin eina gleði, sem sálir og kvæði
varðar,
að mega í auðmýkt fara að dæmi
fuglsins,
sem flýgur í erindum guðs milli
himins og jarðar?
Um annað fram eru það samt hin
alvöruþungu og stórbrotnu lengri
kvæði bókarinnar, fáguð og formföst
og þrungin að hugsun, sem setja
svip sinn á hana og skapa henni sér-
stöðu í skáldskap höfundar, því þar
lýsir sér ný hlið á honum. Tómas
hefir auðsjáanlega nætt inn í hjarta-
rætur í „stormum sinna tíða“,
heimsstyrjöldinni síðari, sem óhætt
mun mega segja, að valdið hafi
straumhvörfum í lífshorfi hans og
skáldskap. Þeirri reynslu hans er
lýst á áhrifamikinn og listrænan
hátt í kvæðinu „Heimsókn“. Gestur-
inn, sem knúð hefir dyr skáldsins,
vakið hann af andvaraleysinu og
glætt honum nýja útsýn og ábyrgð-
artilfinningu í brjósti, er lífið í öll-
um ömurleik sínum; en þannig far-
ast skáldinu sjálfu orð:
Því lífið kemur sjálft í þetta sinn
að sækja þig en ekki skáldskap þinn.
Það hefur öðrum erindum að gegna.
Og það er skáld, sem yrkir öll sín
ljóð
frá eigin brjósti, misjafnlega góð,
en hreyfir aldrei hending rímsins
vegna.
Og vei þeim, sem ei virðir skáldskap
þann,
sem veruleikinn yrkir kringum
hann,
og stendur ógn af skáldsins
tungutaki.