Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Síða 56
DR. STEFÁN EINARSSON:
Útgáfur fornrita á íslandi
eftir 1940
Það er óhætt að fullyrða, að al-
drei hefir verið gefið út meira af
íslenzkum fornritum á íslandi en á
þeim áratug, sem nú er lokið:
1940—’50. Meginástæðan til þessar-
ar grózku í fornritaútgáfunni er
vitanlega stríðsgróðinn, er hleypti
slíku flóði í bókaútgáfu heima, að
um nokkur ár keypti þjóðin bækur
fyrir 25 miljónir króna árlega.
Fyrir 1940 má heita að íslenzk
fornrit væru prentuð aðeins af
tveim útgáfum. Hið íslenzka forn-
ritafélag prentaði vísindalegar út-
gáfur af sögunum (frá því 1933)
undir hinni merkilegu handleiðslu
Sigurðar Nordals. Sigurður Krist-
jánsson hafði gefið út alþýðlegar út-
gáfur af íslendinga sögum, Eddum
og Sturlungu síðan 1891—1902 og
fyllt í skörðin jafnóðum og bækur
hans seldust upp. í þessari útgáfu
voru íslendinga sögur 38 bindi, hver
saga var bindi fyrir sig og seld sér-
stök. Sæmundar og Snorra Eddur
voru hvor sitt bindi, en Siurlunga
var í fjórum bindum. Textar þessir
voru ávallt prentaðir upp eftir beztu
útgáfum sem fengizt gátu, formál-
ar voru stuttir, vísnaskýringar
fylgdu hverri bók og skrá yfir
manna- og staðanöfn. Stafsetningin
var forníslenzk, samræmd eftir regl-
um fræðimanna seint á 19. öld (L.
F. A. Wimmer, Finnur Jónsson).
Flestar sögurnar í fyrstu útgáfunni
voru búnar til prentunar af Valdi-
mar Ásmundssyni (d. 1902), eftir
hans daga mun Benedikt Sveinsson
hafa búið flestar til prentunar
(svo Síurlungu), en líka ýmsir aðrir.
Eftir 1930 fór Guðni Jónsson, nor-
rænumaður frá háskólanum, að
vinna að þessum útgáfum, og eftir
1940 gaf hann út Njálu (1942) og
Hrafnkels sögu Freysgoða (1945).
Enn fremur gaf Benedikt Sveinsson
út Fljótsdæla sögu og Droplaugar-
sona sögu, með korti (1948), Finn-
boga sögu (1948), Vápnfirðinga sögu
(1948) og Kormáks sögu (1949), en
Sveinn Bergsveinsson, norrænu-
maður frá háskólanum og doktor frá
Hafnarháskóla, Egils sögu Skalla-
grímssonar með korti og söguskýr-
ingum (1950). Auk þess var útgáf-
unni haldið við með því að ljós-
prenta gamlar útgáfur (í Litho-
prenti): 14 bindi 1945, 7 bindi 1946
og 2 bindi 1947. Enn mun þessi góða
og gamla útgáfa vera ódýrust allra,
nema ef vera skyldi að sögur Menn-
ingarsjóðs og Þjóðvinafélagsins
væru enn tiltölulega ódýrari.
Fyrir 1940 voru komin út sex
bindi af íslenzkum Fornrilum eftir
það hafa komið út fimm bindi, öll í
Reykjavík: