Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Síða 56

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Síða 56
DR. STEFÁN EINARSSON: Útgáfur fornrita á íslandi eftir 1940 Það er óhætt að fullyrða, að al- drei hefir verið gefið út meira af íslenzkum fornritum á íslandi en á þeim áratug, sem nú er lokið: 1940—’50. Meginástæðan til þessar- ar grózku í fornritaútgáfunni er vitanlega stríðsgróðinn, er hleypti slíku flóði í bókaútgáfu heima, að um nokkur ár keypti þjóðin bækur fyrir 25 miljónir króna árlega. Fyrir 1940 má heita að íslenzk fornrit væru prentuð aðeins af tveim útgáfum. Hið íslenzka forn- ritafélag prentaði vísindalegar út- gáfur af sögunum (frá því 1933) undir hinni merkilegu handleiðslu Sigurðar Nordals. Sigurður Krist- jánsson hafði gefið út alþýðlegar út- gáfur af íslendinga sögum, Eddum og Sturlungu síðan 1891—1902 og fyllt í skörðin jafnóðum og bækur hans seldust upp. í þessari útgáfu voru íslendinga sögur 38 bindi, hver saga var bindi fyrir sig og seld sér- stök. Sæmundar og Snorra Eddur voru hvor sitt bindi, en Siurlunga var í fjórum bindum. Textar þessir voru ávallt prentaðir upp eftir beztu útgáfum sem fengizt gátu, formál- ar voru stuttir, vísnaskýringar fylgdu hverri bók og skrá yfir manna- og staðanöfn. Stafsetningin var forníslenzk, samræmd eftir regl- um fræðimanna seint á 19. öld (L. F. A. Wimmer, Finnur Jónsson). Flestar sögurnar í fyrstu útgáfunni voru búnar til prentunar af Valdi- mar Ásmundssyni (d. 1902), eftir hans daga mun Benedikt Sveinsson hafa búið flestar til prentunar (svo Síurlungu), en líka ýmsir aðrir. Eftir 1930 fór Guðni Jónsson, nor- rænumaður frá háskólanum, að vinna að þessum útgáfum, og eftir 1940 gaf hann út Njálu (1942) og Hrafnkels sögu Freysgoða (1945). Enn fremur gaf Benedikt Sveinsson út Fljótsdæla sögu og Droplaugar- sona sögu, með korti (1948), Finn- boga sögu (1948), Vápnfirðinga sögu (1948) og Kormáks sögu (1949), en Sveinn Bergsveinsson, norrænu- maður frá háskólanum og doktor frá Hafnarháskóla, Egils sögu Skalla- grímssonar með korti og söguskýr- ingum (1950). Auk þess var útgáf- unni haldið við með því að ljós- prenta gamlar útgáfur (í Litho- prenti): 14 bindi 1945, 7 bindi 1946 og 2 bindi 1947. Enn mun þessi góða og gamla útgáfa vera ódýrust allra, nema ef vera skyldi að sögur Menn- ingarsjóðs og Þjóðvinafélagsins væru enn tiltölulega ódýrari. Fyrir 1940 voru komin út sex bindi af íslenzkum Fornrilum eftir það hafa komið út fimm bindi, öll í Reykjavík:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.