Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Side 74

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Side 74
54 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA tala, þótt börnin héldu langar hróka- ræður um það. En þá varð Adam ævinlega að ægilegu spurningar- merki, því sá grunur læsti sig um hann, að hann væri ekki fyrsti mað- urinn á jörðinni, og foreldrar þess- ara barna hlytu að vera miklu eldri en hann. Og þar sem hann var nú farinn að gruna, að konan sín hefði ekki verið sköpuð úr sínu rifi, þá jók þetta honum mikils hugarang- urs, sem ekki var laust við afbrýði. En eftir að Kain son hans henti slysið mikla og varð að flýja úr foreldrahúsum, og Adam þóttist vita fyrir víst, að hann mundi hafa flutt til þessa fólks, þá varð honum óviss- an enn óbærilegri. Hverra manna gat þetta fólk verið, sem yrðu for- feður kynslóðanna engu síður en hann, og væru ef til vill betur komn- ir að þeim tignartitli? Nú voru hveitibrauðs- og aldina- dagarnir í Paradís löngu liðnir, en bláköld alvara, þungar búsifjar og þrældómur höfðu heltekið hugann og hert lófana. Þau voru bæði faíín að eldast, hann og Eva, en voru þó bæði býsna brött miðað við ár- hundruð þeirra. Og Eva hélt sér vonum betur, þótt mikið hefði hún unnið eftir að þau fluttu úr Paradís. Og þrjátíu dætur og þrjátíu syni hafði hún alið honum, auk Kains, sem komst í skömmina og hélt að þeir sem hittu sig mundu drepa sig, og Abels og Sets, ef trúanlegt má taka það er herra Haukur Erlends- son lögmaður og landnámuhöfundur ritar á einum stað. En þessar barn- eignir Evu og þetta eilífa strit frá morgni til kvölds, sem Adam þakk- aði þá ekki heldur sem skyldi þegar fram í sótti, hafði sett merki sín á hið fríða andlit hennar. Þær munu vera fáar núna, kon- urnar, sem vildu ganga í sporin hennar Evu: Matbúa handa meira en sextíu manns alt árið um kring og sjá einnig um skinnkyrtlagerð- ina, sem mest öll lenti líka á henni, því börnin sýndust erfa það frá Adam, að vera ekki lipur við það verk, en voru samt nógu hótfyndin eins og hann, ef þeim þótti kyrtill- inn fara sér illa. Svo var þetta eilífa suð í Adam þegar hann var heima, þreyttur og afundinn, og svo köllin og heimtufrekjan úr þessum mörgu munnum, sem heimtuðu alt með sjálfskyldu að henni eins og þau heyrðu pabba sinn gera, þótt það væri ekki til og hefði aldrei verið til í kotinu. En þetta alt saman, auk margs annars, hafði gert Evu dá- lítið ergilega með aldrinum. í öll þau ár, sem liðin voru frá því, að Adam fékk fyrst ávæning af, að aðrir menn væru til á jörðinni en hans fjölskylda, sem nú væru að leggja undir sig heiminn eins og hans börn, hafði honum ósjálfrátt dottið Eva í hug, en aldrei komið sér að því, að bera það í tal við hana hvort hún gæti verið formóðir þess- ara útlendu manna, því bæði fanst honum það særandi og meiðandi spurning fyrir hana, en einnig nið- urlægjandi og þungt reiðarslag á hann sjálfan, ef grunur hans reynd- ist réttur. En hann vissi og fann það með sjálfum sér, að þótt sá grunur væri sannur, mundi hann aldrei opinberlega viðurkenna hann. Einn seinni hluta dags um nón-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.