Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Side 79
FRÁ ALDA ÖÐLI
59
Adam stökk upp í loftið sem
ungur væri, en þegar hann kom
aftur niður á gólfið, talaði hann
eins og sá sem valdið hefur:
„Þetta er alt saman hrein og bein
lygasaga og svik við drottinn jarð-
arinnar, sem er ég. Og mér er sama
hvað þú segir, ég skal aldrei trúa
þér, Eva. Ég veit hvað ég er og hvað
ég syng: Ég er herra þinn og tek
« ekki mark á neinu, sem þú hefur
sagt. En ég er orðinn þreyttur á
öllu þessu og ætla að fá mér dálít-
inn lúr til að hressa sálina; og þú
lúrir líka, Eva, og við minnumst al-
drei framar á þetta“.
Eva leit snögt á hann og svo niður
fyrir fætur sér. En eftir stundar-
korn svaraði hún heldur dræmt ofan
í bringu sér:
„Verði þinn vilji, Adam“.
Frið býð eg yður!
„Prið býð ég yður! — fögnuð heimsins mestan,
frið öllum lýðum — sprengjan mikla talar —
frið þann á jörð, er samvizkunni svalar,
sigursins frið á alvalds hástól seztan.
Lýðveldi dollarans ég verð jólamerki,
játningargreinar kristnum mönnum góðum,
vizkunnar upphaf: ótti öllum þjóðum,
aljarðar drottinn bæði í hug og verki.
„Prið býð ég yður! — samt hver þjóð skal sverja,
sífelt að gera alt að mínum vilja,
hagfræði mína eina elska og skilja,
auðvaldsins stjórn til hinztu daga verja.
Annars ég flýg á vængjum vina minna,
vernda minn æðsta rétt í friði og stríði,
sprengi í sundur landið með þess lýði. —
Lög mín, þér jörð, ég hér með gef til kynna“.
Þ. Þ. Þ.
L