Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Side 93
ST. G. STEPHANSSON:
Áður óprentuð bréf
Með inngangsbréfi frá Jakobínu Johnson
Seaiile, Washingion, í okióber 1950
Kæri ritstjóri Tímaritsins: —
Haustsólin blessuð og blíð skyggn-
ist inn til mín skáhalt um vestur-
gluggann. í geislabandi á borðinu
hjá mér bærast skuggar af laufblöð-
um trjánna fyrir utan — líkt og
minningar frá sumrinu. Eitt og eitt
blað losnar frá kvisti og lendir á
hrakning. Einstöku eitt staðnæmist
1 gluggakistunni. — Er það máske
kveðja — létt og lítið sendibréf, um
leið og sumarið hvarf á braut? —
»Ástar þakkir“ — verður mér að
orði, þó enginn heyri. „Alla daga
kefur mér þótt innilega vænt um
vinleg bréf“. — Mér er sem ég
keyri þig svara: hverfandi list hjá
lýðum! Fáir munu þeir nú á dögum,
Sem nenna að „setjast niður og pára
þér línur“, nema nauðsyn beri til. —
Alveg rétt, viðhorfið er gerbreytt.
Máske þetta sé ein af ástæðunum
fyrir því að nú er safnað og gefið
ut það sem finst af sendibréfum lið-
lns tíma og látinna merkismanna,
sem margir hverjir iðkuðu þessa
lst. —. Stephán G. Stephánsson átti
t. v. fáa sína líka á þessu sviði.
eir sem voru svo lánsamir að eiga
Vlð hann bréfaskifti, geyma minn-
jugarnar um það á góðum stað í
ugarheimum sínum. Hann var al-
Veg sérstaklega viljugur að halda
uPPi samtali og sambandi við hina
mörgu vini sína og aðdáendur. Það
er dyggð útaf fyrir sig að viðhalda
vina-sambandi við marga, þrátt fyr-
JAKOBlNA JOHNSON
ir annir og umsvif, reynslu og raun-
ir, ævilangt. Stephán ræddi um
dægurmálin eða þá persónuleg á-
hugamál sín og annara. Eins um
bækur, eldri sem yngri, — íslenzkar
eða útlendar. Framsetningin var
gagnorð, og gamansöm þegar því var
að skifta. Þar að auki prýddu bréfin
hans iðuglega fleiri eða færri stef,
þannig að blærinn minnti stundum
á fornsögurnar — „og þá kvað hann
vísu“.