Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Síða 101
ÁÐUR ÓPRENTUÐ BRÉF
81
kvenfólk vil ég heldur vægja. Ekki
var það þó svo, næst þegar við hitt-
umst þakkaði hún mér hlægjandi
fyrir ræðurnar, einkum þá „síðari",
en kvaðst þurfa að koma, til að
sanna mér, að ég hefði „sál“. Ég
kvað mér ríða mjög á þeirri sönnun
og bað hana velkomna. Svo brostum
við. Hér í sveit býr svili Einars Jón
bóndi Sveinsson, höldur góður. Hann
hafði fjölment boð fyrir þau
Kvaran-hjón, að Markerville. Ég
var þar og, eins og gengur við þess-
konar hóf, var talað yfir borðum
.,með matinn í munninum“. Þar gat
ég þess, að ég saknaði, að hafa fæðst
of snemma, áður en ég hefði fengið
að flytja inn í fyrirheitna landið
sem nokkrir mér nýrri rithöfundar
íslenzkir, sem ég taldi upp, (Einar
þar á meðal) væru nú að nema. Al-
úrei hefði mér áður, virst von um
ketri „búnað“ á þeim sviðum. Af
verkum Einars sjálfs væri mér tíð-
ast til „Lénharðar fógeta“, og furð-
aði á, hve fátt um þá bók hefði verið
getið. Einar glotti að — en ég vil
ætíð tala „ákveðið“, en get síður
’>sPýtt mig út um alt“ og hvergi þó
komið við.
Ég hefi skrifað langt og ljótt og
leitt, og fyrirgefðu! Gerði það, ef
þú kynnir að hafa gaman af ein-
hverju, t. d. að heyra um Einar hér
aí því ég vissi að þú hlakkaðir til
komu hans — en eiginlega ætlaði
eg aldrei að segja sögur af sjálfum
æer, þó svo hafi orðið, af því það
laektist inn í atburðina, og málsbót
sú, að þá hefði ég hreinskiln-
^gslega sagt þér hug minn til
varans og hans erindis hingað.
Svo hefir þá rigningin þvegið af
mér að nafninu, þessa bréf-skuldina,
þó kisuþvottur sé! er mér það þó
hugnun, og vertu nú alla tíma sæl!
Vinsamlega
Stephan G.
Markerville, Alia., Canada
27/8 '26
Góðvina mín: —
Einlæga þökk fyrir hug-gæði þín
öll til mín, jafnlítið sem ég hefi til
þess unnið, frá þér, fyrir bók —
kvæði Whitman’s — sem þú sendir
mér til Winnipeg, með Jónasi Páls-
syni, og bréf sem mín beið heima,
dags. 4. þ. m.
Það er eflaust rétt sem þú segir,
að „góðar óskir“ góðra manna,
„valda yl“, og létta manni lífið, og
lengja það einnig, þannig, að þær
auka manni þrek, að minsta kosti,
til að halda sér uppi eins langt og
auðið er, við vissuna um að maður
sé þó ekki enn orðinn „afhrak og
hreinsun veraldar“ í hugsun þeirra,
sem maður hefur mest metið.
Fyrir mörgum árum síðan, las ég
„The Bedacle" skáldsögu Zola heit.
um stríðið milli Frakka og Prússa,
eða argvítið í því, svo sem óþverr-
ann í búðum hermanna undir um-
sátri og ósigrum. Ég hefi haldið
fram: að skáld hafi fullan rétt og
meir en leyfi, til að hrífa hugi les-
ara sinna, með hverjum brögðum
sem hrifu til góðs, jafnvel með við-
bjóðnum, þó að hann sé að vísu,
óskáldlegastur allra tilfinninga. En
öllu má ofbjóða, ég varð ósáttur
við Zola fyrir það, að hann öslaði
með mig tvisvar í sömu sögunni
gegnum sömu sorphauga óþokkans.
Ein ferð um þá var nóg. Önnur til,
næstum deyfði áhrifin, sem Zola
hafði sjáanlega sett sér, að vekja
andstygð lesarans á ódáminum, sem