Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Side 108

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Side 108
88 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA tíma, þangað til þær rísa upp aftur, ef til vill að einhverju leyti breyttar. Öll einkenni eða sérkenni ganga í erfðir, andleg jafnt sem líkamleg'. íslendingar — þessir miklu bók- mentamenn, voru ekki altaf jafn- lifandi í skáldskap sínum eða rit- störfum. Bókmentastörf þ e i r r a ganga í öldum. Einstakir menn rísa upp á vissum tímum; þeir kveikja áhugaeld hjá öðrum til samvinnu og vekja þjóðina um stundarsakir. Eina slíka öldu vöktu „Fjölnis- menn“, og áhrif hennar urðu svo víðtæk, rætur hennar svo djúpstæð- ar og turnar hennar svo háir, að hún umskapaði íslenzkt þjóðlíf, sem ber þess menjar um aldur og æfi. Eftir því hvort foreldrar vorir eru bjartir eða svartir, gæflyndir eða grályndir, vitrir eða hið gagnstæða, eftir því er það líklegt að vér líkj- umst þeim að því leyti: Alt fer í erfðir, líkamlegt og sálrænt. Á því byggist sú skynsamlega og sann- gjarna kenning sumra siðbóta- manna, að allar hegningar séu af- numdar, en uppeldis- og menta- stofnanir komi í stað fangelsanna. Er það ekki líklegt, samkvæmt þessu að afkomendur vorir — þriðja kynslóðin hér í álfu, íslenzk nútíðar æska, erfi bókmentagáfu forfeðra sinna og verði ritfært fólk í stórum stíl og glæsilegum meðal þjóða Vesturálfunnar á enska tungu? Og er það ekki jafnlíklegt að afkom- endur vorir veki upp bókmenta öldu hér þegar minst varir? VI. Hvernig er úiliiið? „Nú er dagur um alt loft“, sagði séra Friðrik Bergmann forðum. Að því er snertir bókmentahiminn Vestur-íslendinga, finst mér hann vera fremur bjartur. Og eins og tala má um öldur á sjó, má einnig tala um öldur í lofti. Mér finst að nú þegar hafi brotist fram álitleg bók- mentaalda meðal ungra íslendinga hér í álfu: „Hún liggur í loftinu“ eins og orðtækið segir; og ég trúi því að hún verði öflugri og stærri þegar tímar líða. Ungmenna hreyfingin, sem ég mintist á, hefir fyrir nokkrum árum stofnað félag, sem hún nefnir „The Icelandic Canadian Club“ (skamm- stafað I. C. C.). Sú hreyfing, sem Fjölnismenn hófu, reis á þeirri öldu, sem „Fjölnir“ skapaði. Fjölnismenn töldu það nauðsynlegt að stofna málgagn: Þess vegna fæddist „Fjölnir“, og á- hrif hans eru enn lifandi meðal Is- lendinga. Fyrir einum áratug stofnaði þessi hreyfing hér sérstakt tímarit: „The Icelandic Canadian“. Það er árs- fjórðungsrit, myndarlegt og prýði- lega úr garði gert, með fjölda af myndum. Að þessu riti stendur hóp- ur af mentafólki, sem annast um ritstjórn, fjármál og alt annað end- urgjaldslaust. Hefir þetta rit flutt hverja ágætis greinina eftir aðra. Það hefir áunnið sér virðing og viðurkenning, og náð ótrúlega mik- illi útbreiðslu. Ritið sýnir það bezt, að unga fólkið íslenzka kann að beita pennanum. Sú alda, sem það hefir skapað, hækkar vonandi og stækkar með aldri og æfingu. Hún hefir þegar bygt brú á milli nútíðar og framtíðar í baráttunni fyrir ís- lenzkri menningu hér í álfu. Hreyfing unga fólksins hefir skilið það, að alveg eins og fólkinu í heild sinni og hverjum einstaklingi reið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.