Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Page 109

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Page 109
FRAMTÍÐAR BÓKMENTIR ÍSL. í VESTURHEIMI 89 á því að læra málið, eins var það nauðsynlegt fyrir hana (hreyfing- una), að eignast málgagn. Víðtækar hreyfingar, sem ætlast er til að lifi og þroskist, verða að eignast mál- gagn. Önnur vakning samhliða þessari hefir einnig risið upp hér vestra; hún er sú, að ungt fólk af íslenzku bergi brotið, hefir ort ljóð á ensku, og tekist það vel. Hefir sú gáfa auð- sjáanlega gengið í erfðir frá fyrri kynslóðum. Langar mig til þess að birta í íslenzkri þýðingu við lok þessarar greinar sýnishorn af ljóð- um þessara ungu skálda. Brúin milli nútíðar og framtíðar er í smíðum. Þessi ungu skáld leggja þar hönd á plóginn, en „The Ice- landic Canadian“ á þar forustuna. Mér dettur nokkuð í hug: Ég ferð- aðist einu sinni yfir Klettafjöllin. Skamt frá stað, sem Lake Louise heitir, mætast tvær ár, önnur tær ems og kristall, hin mórauð eins og skolavatn, eða eins og jökulár á ís- landi. Eftir að þær hafa mætzt halda Þser áfram samhliða, án þess að vatnið blandist, alveg eins og góðir ferðafélagar með mismunandi hör- undslit. Þetta helzt alllengi. En sam- ferðin varð til þess að vatnið bland- aðist smám saman þangað til það ^uyndaði nokkurn veginn hreina eða tæra stóra á: Þar dró hvor um si§ dám af sínum förunaut. Þetta taknaði í huga mínum blöndun þjóð- flokkanna hér í álfu. Mig langaði til Þess að geta hugsað mér íslending- inn sem kristallstæru ána, sem reyndi að halda sér út af fyrir sig, en tókst það ekki nema um stundar- sakir. En þegar alt var sameinað, angaði mig til þess að mega trúa Því að þessi mikla á með blandaða vatninu yrði tærari og heilnæmari vegna þess að íslendingar eða ís- lenzk áhrif hefðu blandast í hana. VII. Hér birtast stutt sýnishorn af ljóðum 9 ungu skáldanna, í stafrófs- röð. Sönn vináiia Eftir Albert L. Halldórsson Sönn vinátta veitt og þegin er vermandi ljós frá sól. Hún verður ei mæld né vegin; hún veitir í hríðum skjól. Og lífið þá finst oss fegra, ef finnum vér trúan vin, og hlýrra og hátíðlegra sem himinsins endurskin. Sönn vinátta’ er verndargyðja, sem veitir í þrautum lið. Hún fús er að styrkja’ og styðja, hún stendur oss æ við hlið. — Á heimsvegum bröttum, hálum, þó háð séum margri rún, frá skaðsemi skyldum sálum og skelfingum bjargar hún. Ef öldurnar stormur ýfir og útrýmir friði’ og ró, er vináttan höfn, sem hlífir við háska á lífsins sjó: Sem limrík og laufguð hrísla hún lúnum er hvíld og værð; þar hugljúfar raddir hvísla. — Vor hugsun og sál er nærð. Sönn vinátta veitt og þegin er vermandi ljós frá sól. Hún verður ei mæld né vegin. Hún veglýsir pól frá pól. Því megi hún metin verða og mikluð kyn eftir kyn, því guð ann þeim góðra ferða, sem gefur hann trúan vin.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.