Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 111
FRAMTÍÐAR BÓKMENTIR ÍSL. í VESTURHEIMI
91
Víðiíangi
Eftir Frank Olson
Frá „Víðitanga“ heyrist hljóð:
þar hrönnin brýzt í jötunmóð
°g geysist inn á Gimli fjörð:
þar gæfa og blessun halda vörð.
Og Vesturlanda víkingar
sér völdu örugt hæli þar.
Og enn þá veltur aldan grimm
sem átján hundruð sjötíu og fimm.
Og þá var lent við þennan sand
°g þreyttir stigu menn á land.
Þar framtíð beið hins frónska manns
°g fyrirheitna landið hans.
Á Tangann stefndu skip á ská —
~~ og skrítinn var hann flotinn sá —
þó hurð frá hælum skylli skamt
hann skilaði’ öllu heilu samt.
En fyr en sigur fengist þar
til fulls — við alls kyns hörmungar
að berjast, það var hlutur hans
að háttum þessa nýja lands.
En afrek mesta það var þó,
er þetta fólk í kyrð og ró
s®r innanríkis ríki bjó
með réttarfar og lögvald nóg.
Svo vegleg bygð með rausn þar rís —
Þar rís upp vestræn Paradís. —
Og feðramenning fornri þar
fylgt — án nokkurs hagnaðar.
■^á arfleifð verndar kyn til kyns
með kraftaverkum landnámsins.
Nú dreifist hún með sæmd og seim
°g sigri’ um allan Vesturheim.
Hún leggur skerf, sem ljósan vott
^landsins mikla „bræðslupott“.
ra Víðitanga heyrist hljóð,
Sem hrífur okkar frónsku þjóð,
er sagan endar samtíðar,
en saga byrjar framtíðar.
Vér dáum framtök frumbyggjans
og fyrstu hetjur þessa lands.
Með þolinmæði að þrekvirkjum
á þremur aldarfjórðungum
hér unnu menn — þeir lið sitt ljá
unz lífsins faðir kallar þá.
Að loknu striti’ og starfi manns
sem stjarna ljómar sagan hans.
Er sólin heldur vökuvörð
um „Víðitanga’ og Gimli fjörð“.
Við Öxará
Eftir Thorvald Pétursson
Ég hugar augum enn þá lít
— þó íslands strönd sé köld og
fjær —
hvar Geysir teygir gufuarm,
sem gnæfir hærra’ en Bifröst nær.
Og ég sé fjöllin jökul krýnd
og ég sé hraunin graslaus öll.
Ég heyri fossins heljarraust
í helli — líkt og syngi tröll.
Á Þingvelli við Öxará
sjást ýmis konar vígabrögð
í kringum Lögberg — þar var það,
sem þjóðin heyrði lögin sögð.
Þar víkings sverðin blika björt
í bláma lofts og nætursól.
Þar meyjar ganga ein og ein,
en áin kyssir laut og hól.
Þar mest og björtust mærin ein
er mötli, skreyttum gulli, klædd
og fegri en ljóma Öxarár. —
Nei, engin henni jöfn er fædd.
Um sólarlagið sést það bezt:
Hún sjálf er mynd af eigin þjóð.
Hún bláum augum horfir hátt
til himins — vermd af innri glóð.