Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Qupperneq 112
92
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Þar birtist önnur dimm og dökk,
þá daprast sú, er var þar fyr.
Þær tala hljótt; ég heyri’ ei neitt. —
Svo hverfur nornin — gyðjan kyr.
Hún til mín leit — ei sá mig samt. —
Mín sál fann eitthvað. — Vissi’ ei
hvað:
í návist hennar hraðar sló
mitt hjarta — eldur snerti það.
Ég hrifinn starði’ á hana’ um stund,
en hún, sem draumsýn, burtu var.
Til hennar leitar hugur minn;
’hún himinborna fegurð bar.
Sveinn G. Borgfjörð níræður
Eftir Arthur M. Reykdal
Þá Lundar bær var hugsjón hrein
og hrjóstur alt í kring,
og benda mátti hér og hvar
á hraustan frumbýling;
hann þangað fór og fékk sér blett,
með feikna kappi vann,
unz grjóti’ og hrjóstri’ í gróðurjörð
með grönnum breytti hann.
Um alt sitt langa æfiskeið
hann altaf stöðugt vann
til þrifa’ og vaxtar þessum bæ:
Svo þjóðin skoðar hann
sem áa vorra arfleifð — þó
að ellin beygi Svein,
er þrekið eins og sálin söm;
þar sést ei breyting nein.
Þeir prédika það prestarnir
að Paradísar frið
— þar eilíf ríki algerð hvíld —
við andlát hreppum við.
En fremur lízt mér lítilsvert
það loforð fyrir Svein:
Hann tyldi aldrei í þeim stað,
sem ekki’ er vinna nein.
Með glímuskjálfta skýzt hann inn,
og skeytir ekki’ um vörð:
Við „Sérhlífinn" og „Silakepp"
hinn sami’ og hér á jörð.
,Hann hefir öllu’ í uppnám hleypt
með orðum sínum fyrst. —
En prófið stenzt hjá Pétri samt
í Paradísar vist.
Næturvöku konan
Eftir Jóhönnu Sigurbjörnson
Dauðakyrð, og dimt í öllum göngum;
dagur liðinn, ríkir þögul nótt. —
Hugarburða svipir velta vöngum;
vaka sumir, fæstir sofa rótt.
Stundarværð hið ytra hvílir yfir
öllu — hvað sem geymir dulin rún.
Rauða týran eina ljós, sem lifir:
líkn í voða stöðugt boðar hún.
Þá, sem blunda, dreymir brotna
drauma;
— dauði og líf á tafl við hverja
sæng —
fálma þeir sem strá á milli strauma
stefnulaust — í einhvern líknar
væng.
Þó að oft í gömlum gólfum braki,
gæzlukonan varast það í nótt:
hún kann lag á léttu fótataki —
líður milli dyra engilhljótt.
Kvartar einn með kæfðum andar-
drætti:
kvalir banna mér að sofa „rótt!“
Annar heyrist hvísla’ af veikum
mætti:
„Heyrðu, systir. Gef mér frið í nótt!“
Höndin skelfur; hrygluröddin titrar;
hljótt að rúmi gæzlukonan fer: