Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1955, Side 96

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1955, Side 96
78 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA bréfum J. Magnúsar Bjarnasonar til Stephans, er nú eru í vörzlu ís- lenzkudeildar Manitobaháskóla. Er hér þá í upphafi kafli úr fyrsta bréfi Magnúsar til Stephans, skrif- uðu 30. maí 1896, er Magnús var kennari í Geysisbyggð í Manitoba: Kæri herra, Þér mun þykja undarlegt að fá bréf frá mér — manni, sem þú þekkir ekki minnstu ögn. En orsök- in til þess, að ég rita þér þessar línur, er sú, að ég var einmitt núna að enda við að lesa öll kvæðin þín í „Öldinni“. Ég er einn af þeim mörgu, sem ljóð þín hafa haft mikil áhrif á, og ég hefi engin íslenzk kvæði lesið, sem ég hefi haft meira yndi af en ljóð þín og Þorsteins Erlingssonar — að undanteknum kvæðum þeirra Jónasar og Bjarna. Það var þungt loftið hér í dag, og það lá illa á mér, og mig langaði til að lesa eitthvað fjörlegt og skemmti- legt, — já, eitthvað, sem létti af mér leiðindunum. Ég gekk að bóka- skápnum — hann er reyndar ekki stór — og ég fór að leita að ein- hverri skemmtilegri bók. Ég rak augun í Byron og Tennyson: ég las nokkrar línur í „Don Juan“, en hætti von bráðar, svo fór ég að fletta Tennyson og rak mig þá á „The poet’s song“ eftir hann, og um leið hugsaði ég til þín. Og hvernig sem annars á því stóð, þá fannst mér þetta litla fagra kvæði Tennyson’s einhvern veginn benda mér á fallegu kvæðin þín. Ég tók svo „Öldina“ og las hvert einasta kvæði, sem þar er eftir þig — og mikil og skemmtileg ljóðabók er það sannar- lega. Þegar ég hafði lokið við að lesa kvæðin, voru leiðindin alger- lega horfin, og ég hugsaði mér að rita þér nokkrar línur; ekki þó af því, að ég ímyndi mér, að þú hafir nokkurt gaman af því, heldur af hinu, að ég stytti mér stund með því, — ég er ætíð svo makalaust eigingjarn. Að svo búnu minnist Magnús á fáein kvæði, er hann kveðst sér- staklega hrifinn af, en fer síðan að segja Stephani frá Karli Kuchler í Leipzig, er þá var að semja sögu íslenzkra bókmennta á 19. öld og hafði um vestur-íslenzk skáld og rit- höfunda stuðzt við heimildir frá Magnúsi. Bréfi sínu lýkur Magnús á þessa leið: Þér fer nú að þykja nóg komið af svo góðu. Ég fer því að slá botninn i. Vænt þætti mér að fá eina eða svo línu frá þér. Ég treysti því fyllilega> að þú fyrirgefir mér allt þetta rugl og barnaskap — ég er alltaf svoddan blessað barn, þó ég sé orðinn 28 ara gamall. — En ef til vill er alltaf bezt að vera alltaf barn, að minnsta kosti að geta fundið til eins og barn, þvl maður veit þá, hvað lífið í raun og veru er — maður finnur þá bseði sætleik þess og beizkju. Líði þér ætíð vel. Ég er þinn einl. J. Magnús Bjarnason Þessu bréfi Magnúsar svaraði Stephan 28. júní, þá staddui 1 Pokan, fjarri heimili sínu. Fer bréfið, sem er stutt, hér á eftir. Kæri herra, , Kæra þökk fyrir vingjarnleg bréf, sem ég fékk framsent a^ heiman hingað út í óbyggð- ^g er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.