Hugur - 01.06.2010, Síða 12
io Róbert Jack ræðir við Hrein Pálsson og Brynhildi Sigurðardóttur
Róbert: Kenndirðu ekki sjálfur?
Hreinn: Nei, ég kenndi þetta ekki sjálfur, heldur voru tveir kennarar þarna. Eg
kallaði þær Helgu og Lindu, en málið var að ég fór inn í þetta í vaxandi mæli,
vegna þess að þær réðu ekki við verkefnið og það endaði með því að ég braut
eiginlega reglurnar. Ég átti að vera svona „observer", en ég varð miklu meiri þátt-
takandi bara til að koma þessu á rétta b'nu.
Róbert: Þetta hefur orðið meiri starfendarannsókn.
Hreinn: Já.
Brynhildur: Hvaða þjálfun fengu þær?
Hreinn: Upphaflega hugmyndin var að halda námskeið fyrir kennarana sem unnu
með mér ásamt fleiri þátttakendum en það var ekki grunnur fyrir slíku námskeiði
þegar á hólminn var komið. Þjálfunin var þannig að við töluðum um þetta og ég
sýndi þeim einhverjar greinar og svo var ég líka með sýnikennslu og kenndi í upp-
hafi. Svo var hugmyndin að ég dytti út, en í staðinn fyrir að hverfa þá kom ég inn
í nokkrum mæli. Og þarna skiptust hóparnir alveg í tvö horn, fannst mér, báðir
voru í rauninni á réttri leið, en annar tók meiri framförum en hinn.
Róbert: Sástu af hverju?
Hreinn: Hóparnir voru ólíkir - það verður að taka hvern hóp á hans forsendum.
Og mér finnst þetta alltaf vera dæmi um að það þarf að byrja á því að byggja upp
traust. Ríkjandi samskiptamynstur getur verið svo ólíkt í tveimur bckkjum. Þú
þarft ekki nema einn einstakling til að gera þetta miklu erfiðara en þetta er að öllu
jöfnu. Ég man til dæmis eftir því í öðrum hópnum - það var ábyggilega sá hópur
sem komst skemmra - að þar var einstaklingur sem las ekki. ICennarinn sagði: „Ég
þekki mína nemendur og það er bara of mikið áreiti fyrir þennan einstakling að
lesa fyrir framan aðra.“ En ég hafði notað þá venjulegu aðferð í barnaheimspeki
að við skiptumst á. Við byrjum einhvers staðar og förum réttsælis eða rangsælis
og ég þakka ekki hverjum og einum fyrir lesturinn, næsti maður tekur bara við við
næstu greinaskil. Ef nemendur eru ekki að fylgjast með þá segja þeir „pass“, ef þeir
eru í fylu þá segja þeir „pass“ og það er ekkert mál að segja „pass“. Og jafnvel þótt
þessu væri stillt upp svona þá fannst kennaranum þessi uppstilbng ekki ganga og
valdi lesara. Ég reyndi nú að gera grein fyrir þessari þróun í ritgerðinni, ef ég man
rétt, og reyndi að taka saman yfirlit yfir hvernig þetta gekk hverja viku og var með
helling af beinum tilvitnunum í samræðuna til að sýna hvernig hún þroskaðist og
þróaðist.
Brynhildur: Ég held að þessi ritgerð sé alveg jafnmikil rannsókn á því hvernig
þessum kennurum gekk að fást við þetta verkefni og á því hvernig krakkahóp-
urinn þróaðist. Ég held nefnilega að það sé hægt að læra heilmargt af þessari
ritgerð um hlutverk kennarans, það sem kennari þarf að læra.