Hugur - 01.06.2010, Page 14
12
Róbert Jack ræðir við Hrein Pálsson og Brynhildi Sigurðardóttur
háskólinn nái að ala eitthvað upp í þér, samræðuhæfileika til dæmis eða samræðu-
færni, þá hefur grunnskólinn ekkert pláss fyrir það heldur. Grunnskólinn hefur
ekki haft pláss og engan áhuga.
Róbert: í þessu samhengi dettur mér í hug hvort þessi tegund af heimspeki hafi
verið of upptekin af sér sem fagi, ef svo má segja. Það birtist til dæmis viðtal við
Lipman árið 1992 í Hug, þar sem Agúst Borgþór Sverrisson talaði við hann undir
yfirskriftinni „Er heimspeki framtíðarvon skólakerfisins?". Þar kemur fram að
heimspekin á að vera sú grein sem breytir öðrum greinum, þrátt fyrir að hún sé
svoh'tið í andstöðu við ýmsa ríkjandi kennslufræði. Þá dettur mér í hug hvort ekki
sé besta leiðin til að fá greinarnar upp á móti sér að segja: „Hér erum við og við
ætlum að breyta ykkur hinum."
Hreinn: Það má vel vera. Þetta er kannski í senn styrkleiki og veikleiki, en þessi
draumur hefúr loðað við Lipman og þá sem hafa verið hjá honum. Og ég man
að ég tók alveg þátt í þessu að sjá fyrir mér einhvern lykil að breytingum með því
að koma þessum vinnubrögðum og viðhorfi og þessari grein á framfæri. Eins og
Brynhildur segir er andstaða í skólunum og þeir bara sjá ekki ljósið eins og við
gerum \kímir\.
Brynhildur: Við sögðum áðan að heimspekin hefúr einhverja svona „nefið upp í
loft“ áru í kringum sig og ég held að það sé ákveðinn sannleikur í því, en gildir
það ekki um allar greinar?
Róbert: Jú, það gæti verið, en hinar greinarnar segja: „Við erum merkilcgar og við
eigum að vera þarna." En þær segja e.t.v. ekki: „Við erum merkilegar og eigum að
vera þarna og svo eigum við h'ka að koma og segja hinum greinunum hvað þær
eiga að vera að gera.“
Hreinn: Við erum auðvitað súpermerkileg [hlátur\.
Brynhildur: Ég er ekki sammála. Islenskan sem fag og grein í grunnskólanum
gerir nákvæmlega þetta og það er algcrlega meðtekið. Og það eru flciri greinar.
Umhverfismennt var skilgreind sem grein sem átti að kenna í öllum greinum, það
áttu allar greinar að líta til umhverfismenntarinnar. Nú er þetta örugglega kallað
menntun til sjálfbærni. Allar greinarnar áttu að líta til þess sem þessi fræðigrein
hafði að segja, læra af henni og taka það inn í sig. Þetta hefúr komið fram í aðal-
námskrá, það eiga allir að kenna íslensku og allir að kenna umhverfismennt. Og í
sumum skólum núna er það þannig að það eiga allir að kenna h'fsleikni. Eg held
að Lipman hafi í viðtalinu þarna árið 1992 ekki verið að segja neitt annað en að
allar greinar hefðu gott af því að h'ta til heimspekinnar og taka hana inn til sín.
Hreinn: Mér dettur til dæmis í hug út frá reynslu af að kenna heimspeki í MR
að ef maður leggur sig virkilega fram við verkið verður maður auðvitað að hluta
til íslenskukennari líka. Það eru svo náin tengsl á milli máls og hugsunar. Þú ferð
ofan í heimspekidagbækur nemenda eða í ritgerðir og verkefni, og auðvitað er
það íslenskukennsla. Og hvað með undirbúning framhaldsskólanemenda fyrir