Hugur - 01.06.2010, Side 16
14 Róbert Jack ræðir við Hrein Pálsson og Brynhildi Sigurðardóttur
Róbert: Ertu þá að segja að nálgunin í þessari hugmynd hafi ekki virkað prakt-
ískt?
Brynhildur: Jújú, hún strandaði bara á nákvæmlega því sama og við vorum að tala
um áðan. Af hverju strandar heimspekin í grunnskólanum? Það er af því að þar er
ekki pláss og svigrúm íyrir samræðu og dýpri hugsun, að nota tímann í að dýpka
hugsunina.Til þess að þetta sé hægt þá verður að fækka efnisatriðunum sem á að
fara yfir. Og ef maður les aðalnámskrá grunnskóla og framhaldsskóla - allavega
þær reglugerðir sem hafa verið í gildi síðan ég fór að kenna um 1995 - þá sést strax
af hverju þetta virkar ekki, af því að það þarf að tala um svo marga hluti að það er
ekki tími til að rökræða og fara á dýptina.
Hreinn: Á sínum tíma hafði Jón Baldvin Hannesson, þá skólastjóri Síðuskóla,
samband við mig og við settum af stað prójekt þar. Það var ákveðið að skipta
bekkjum upp í tvo hópa vegna þess að kennurum leist ekkert á að hafa yfir 20
manns í samræðutíma. Það er nú kannski númer eitt að kennarar bara sjá ekki
hvernig þeir eiga að lifa daginn af með opna, agaða, gagnrýna samræðu og yfir
20 þátttakendur. Það er auðvitað mjög skiljanlegt. En þarna var gripið til þessa
ráðs að tvískipta bekknum og það komu margir kennarar að þessu og þeir lögðu
sig virkilega fram. Ég mætti þarna reglulega og það var vel staðið að þessu og
ég held að verulegur árangur hafi náðst. Ég skrifaði einhvern tímann einhvers
staðar eitthvað um þetta, en auðvitað var þetta mjög erfitt. Það er svo erfitt að
halda þessu gangandi og mynda nýja hefð innan skólans. Þú þarft að gera ýmsar
hliðarráðstafanir.
Brynhildur: Ég byrjaði að vinna í Síðuskóla um það bil sem þetta verkefni var að
deyja út, hvort það voru einn eða tveir kcnnarar sem voru að rembast við að halda
áfram - þarna var ég að útskrifast úr kennaranáminu. Og ég ræddi aðeins við
þessa kennara um ástæðu þess að þetta væri ekki lengur í gangi. Ein ástæðan var
að hætt var að tvískipta bekkjum fyrir heimspekitímana. En annað var að kenn-
urunum fannst þeir verða einir og ekki vita hvað ætti að gera næst. Og þetta var
í skóla þar sem búið var að þjálfa upp hóp af fólki. Hópurinn var ennþá til staðar,
það voru ekki mikil mannaskipti, það var ekki það að kennararnir sem var búið að
þjálfa hefðu farið að vinna einhvers staðar annars staðar, þeir voru allir til staðar,
en samt fannst þeim vanta stuðning.
Hreinn: Þá koma til aukavinnuálag og aðrir erfiðleikar. Meðan verið er að byggja
upp hefðina þá er þetta miklu erfiðara en þegar kominn er einhvcr grundvöllur
sem hægt er bara að ganga inn á og standa á. Grundvöllurinn er hvergi til staðar
í íslensku skólakerfi.
Rðbert: Getur verið að kennararnir hafi upplifað sig eina, líka út af því að kennarar
virðast oft ekkert duglegir að tala saman um hvað þeir eru að gera í kennslunni?
Var það þess vegna sem þeim fannst þeir vera einir?
Brynhildur: Já, ég held það sé það, þannig skildi ég þá allavega. Kennarar kvarta
oft yfir þessu og þarna virtist það skipta öllu máli. Það að vera einn að reyna að