Hugur - 01.06.2010, Síða 19
Barnaheimspeki er rannsókn á möguleikum
17
heimspekin bætir við. Með fullri virðingu fyrir kennurum manns í BA-námi man
ég sjálfur hvað maður lærði mikið í samræðu við samstúdenta á kaffistofunni.
Hreinn: Eg held að það hafi verið hluti af dæminu. Auðvitað voru kennararn-
ir allir af vilja gerðir og ég man þetta sem nemandi að maður var feiminn og
óframfærinn og óöruggur með sig og þorpslubbi og allt það. Maður hafði engan
grundvöll eða hefð. Kennararnir voru jú að reyna að byggja eitthvað upp, en nem-
endahópurinn stóðst ekki þeirra væntingar, held ég. Mig grunar að í þeirra námi
hafi þeir ekki fengið þessa þjálfun, að þeir hafi ekki haft nógu góðan grunn til
að byggja á. Það er talað um samræðusiðfræði, það vantar ekki, en ég vil sjá fólk
stunda hlutina en ekki bara tala um þá.
Brynhildur: Það er ekki það sama að sitja og lesa og skrifa og að sitja og þurfa að
hlusta á aðra og þurfa að orða hlutina sjálfur. Ég held að það sé bæði að orða hlut-
inn sjálfur og að fá strax viðbrögð við því sem skiptir miklu. Þetta vekur tilfinn-
ingaleg viðbrögð, maður verður oft svo reiður við samræðuborðið eða sorgmædd-
ur eða ofsaglaður eða eitthvað. Það er eitthvað í samskiptunum sem hefur bein og
tilfinningaleg áhrif sem ég hef allavega ekki upplifað með bókum.
Róbert: En er þetta ekki akkúrat eitthvað sem er mikilvægt að læra? Ég hef ein-
mitt upplifað að samræða við fólk kennir manni svo mikið ef maður ákveður að
fara í gegnum hana og takast á við það sem upp kemur. Hún kennir manni svo
mikið á sjálfan mann og að takast á við alls konar tilfinningar sem láta á sér kræla.
Er þetta það sem þú átt við?
Brynhildur: Já. I gegnum samræðu átta ég mig einhvern veginn á því hvað það er
sem hreyfir við mér og hvernig ég bregst við því. Og ég átta mig ekkert á þessu
fyrr en það gerist, reynslan felst í þessu. Og ef maður er að tala um lífsleikninám,
snýst það ekki um þetta?
Hreinn: Mér finnst að við eigum mikið ólært í því að læra að beita og taka gagn-
rýni. Það eru svo grætileg viðbrögð þegar fólk kann ekki að meta það þegar ein-
hver nennir að leggja það á sig að vera því ósammála, en það er alveg dásamlegt
þegar það gerist. En það eru allt of margir sem hrökkva í vörn. Ég þykist hafa lent
í því að fólk hefur ekki kunnað að meta gagnrýni sem hefur komið fram á það,
það heldur að maður hafi eitthvað á móti því, en það er svo langt í frá. Það er bara
eitthvað þarna sem er þess vert að gagnrýna. Upp til hópa er frábært fólk að vinna
með manni á öllum vígstöðvum. I ídeal hcimi ætti það bara að vera þakklátt ef
maður er ósammála því.
Brynhildur: Nemendur í grunnskólum eru frábært fólk að vinna með og ég hef
oft lært af þeim. Ég man eftir samræðu þar sem 14 og 15 ára krakkar voru að
skilgreina ást, þau voru alveg hugfangin af þessu hugtaki og bjuggu til tilfinn-
ingaskala. Ast var á öðrum enda skalans og það var mikil umræða um hvað var
algerlega á hinum endanum, hver væri andstæðan við ást. Og af algerum vana
hugsa ég bara um hatur og bíð eftir að þau segi „hatur“, en það kom ekki fyrr en