Hugur - 01.06.2010, Page 25
Barnaheimspeki er rannsókn á mögitleikum
23
hérna í Heimspekiskólanum þá getur maður aldrei verið viss um hvort kennarinn
hefur rétt fyrir sér.“ Þetta situr í mér.
Brynhildur: Og hvað gerist þá, nemandinn verður sjálfur að fara að hugsa, hann
verður sjálfur að búa til sína eigin vissu, er það ekki? Er það ekki það sem er ætlast
til?
Róbert: Jú, jú. En ég spurði ykkur um skilyrði samræðufélagsins.
Brynhildur: Við neitum að svara spurningunni \hlátur\.
Róbert: Ef ég myndi reyna að þvinga ykkur, snúa upp á hendina á ykkur, þurfið
þið ekki að segja eitthvað um rök eða hvernig maður umgengst rök og hugsanir?
Þarf maður ekki að færa einhver rök fyrir máli sínu, þarf maður ekki að hlusta á
aðra og þarf ekki að orða eitthvað af þessu við nemendurna? Það er ekki nóg að
bera bara virðingu fyrir fólki.
Hreinn: Ef þú berð ekki virðingu fyrir samstúdentum þínum eða bekkjarfélögum,
þá verður allt annað svo miklu erfiðara. Þetta er hluti af einhverju stóru ferli og
eins og ég var að teikna upp á myndinni þá eykst virðingin eftir því sem samræðu-
félaginu vex fiskur um hrygg og þá verður svo margt annað svo miklu auðveldara.
En hvernig þú ferð nákvæmlega að þessu? Lipman er með grunnuppskrift en
hans áhangendur hafa gjarnan sagt að hún sé bara eins og stofn að morgunverði
eða stofn í ísbúð, það eru til ótal bragðtegundir en hann er bara með grunnþætt-
ina og grunnþættirnir eru að lesa, leita og ræða, en þú verður auðvitað að byrja
með áreiti. Ailt er þetta viðleitni til að skapa reynslu, þú ert svona reynsluhönn-
uður. Og Lipman er auðvitað líka með langtímasýn á þetta og líka þversnið. Við
erum hér og nú, það er þversnið á reynsluna, það er eitthvað sem er að gerast hér,
verður til og myndast á staðnum. Og stundum freistast kennarar til að vera alfarið
bara í þversniðinu og gleyma langtímamarkmiðinu sem fæst með því að spyrja: til
hvers erum við að þessu, hvert stefnum við?
Róbert: Til hvers erum við að þessu?
Hreinn:Nið erum að þessu til að undirbúa virka þátttöku í lýðræðissamfélagi.Það
að geta tjáð skoðun sína með rökvissum hætti. Þetta er spurning um völd. Eins og
við sjáum til dæmis í stjórnmálunum á Islandi þá eru það orðhákarnir sem hafa
völdin, en þeir hafa ekki völd vegna þess að þeir séu að kanna möguleika eða að
skoða rök eða eitthvað þess háttar. Þeir hafa völd vegna þess að sumir eru duglegri
en aðrir að tala fólk í kútinn og þeir nota öll trix sem til eru í bókinni til þess.
Brynhildur: Ég var lengi mjög upptekin af þessu að reyna að setja niður lista: hvað
á ég að gera til að kenna heimspeki, til að ná upp samræðu? Og um leið og maður
byrjar að gera þetta: færa rök fyrir máli sínu, ekki grípa fram í, horfa á þann sem er
að tala — listinn verður óendanlegur. Þegar ég byrja með hóp á haustin þá býr hóp-
urinn sjálfúr til íjórar reglur. Og ég segi: „Við þurfúm að hafa einhverjar reglur um
hvernig við tölum saman til að við getum skipst á skoðunum.“ Ég legg upp eitt-
hvað og hóparnir hafa alltaf, alltaf, alltaf búið til mjög skynsamlegar reglur, nema