Hugur - 01.06.2010, Qupperneq 27
Barnaheimspeki er rannsókn á möguleikum
25
Segjum sem svo að ég taki fyrsta kaflann úr Uppgötvun Ara eftir Lipman, nem-
endur lesa og það koma 25 spurningar og þetta er raunhæft dæmi, þetta gerist
iðulega. Og við veljum okkur spurningar sem nemendum finnst áhugaverðar og
byrjum samræðu. Eg veit alveg að mér tekst ekki alltaf að halda tengingu við text-
ann, samræðan fer af stað og við gleymum textanum. Og ég get ímyndað mér að
það sé svona úrvinnsla sem Oscar kallar þá virðingarleysi eða kæruleysi gagnvart
textanum, af því að í þessu tilfelli er ég að nota textann bara sem stökkbretti.Text-
inn kemur okkur af stað en ég nota hann lítið sem ekkert meira.
Róbert: Ég ímynda mér þá að hann sé að tala um þetta sem slæma menntun varð-
andi það hvernig maður umgengst texta.
Hreinn: En það er einmitt þannig að við hvetjum nemendur til að taka eftir því
ef þeir hnjóta um eitthvað sem þeir skilja ekki eða vilja taka undir. Og ég hefði
haldið að heimspekin stuðli að dýpri lesskilningi nemenda enda hafa rannsóknir
sem gerðar hafa verið með samanburðarhópum sýnt að nemendum fleygir fram
í lestri (sjá m.a. Philosophy in the Classroom [eftir Lipman, Sharp og Oscanyan,
Temple University Press, 1980, bls. 217-224], um Newark- og Pompton Lakes-
rannsóknina). Hvernig skýrir maður það? Ég held að það hafi ekki verið skýrt
neitt sérstaklega, en mér hefiir dottið í hug að það sé í fyrsta lagi það að við veitum
öllum aðgang að textanum. Við veljum ekki góðu lesarana til að lesa löngu efn-
isgreinarnar og slæmu lesarana til að lesa þegar þær eru stuttar, við veitum öflum
jafnan aðgang að textanum og við hvetjum alla til að spyrja um það sem þeir skilja
ekki.
Brynhildur: Það er til fyrirbæri sem heitir gagnvirkur lestur. Þetta er lestrar-
kennsluaðferð sem er notuð til að kenna krökkum að lesa námsefnið til skilnings.
Það sem Lipman segir okkur að gera, að spyrja út í textann, er lykilatriði í gagn-
virkum lestri. Gagnvirkur lestur gengur út á að lesa kafla og stoppa og spyrja, spá
í hvað kemur næst; lesa næsta kafla, stoppa og spyrja: „Hvað skildi ég, hvað var ég
að lesa, er eitthvað sérstaklega athyglisvert?" Og þetta er það sem Lipman kennir
manni.
Róbert: Þegar við segjum að nemendur batni í lestri þá eigum við ekki bara við að
þeir séu fljótari að lesa, heldur að þeir skilji betur það sem þeir eru að lesa?
Hreinn: Já, lesskilningurinn batnar.
Brynhildur: Mér finnst það augljóst. Ef þú lest lestrarfræðingana og lest Lipman
eða kennsluleiðbeiningar með barnaheimspekinámsefninu þá er verið að kenna
sömu aðferðina.
Róbert: Svo er annað sem Oscar gagnrýnir, það er tjáningin. Hann segist ekla hafa
haft reynslu af Lipman áður en hann fór á ráðstefnu í Varna í Búlgaríu árið 2003.
Hann var einnig hérna í Reykjavík í fyrra og hann var með svipaða gagnrýni á
samræðuna sem fram fór á þessum ráðstefnum, þetta hafi bara verið fólk að tjá
skoðanir sínar agalítið og að mestu án rökstuðnings.