Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 29
Barnaheimspeki er rannsókn á möguleikum
2 7
hann eru þessar kennsluleiðbeiningar fjársjóður, af því að þær opna spurningar.
Þetta eru spurningalistar og þú notar þá sem slíka. Þar að auki eru flottar kennslu-
fræðilegar leiðbeiningar í möppunum líka.
Róbert: Oscar segir einmitt að Lipman-hreyfingin sé of kennslufræðileg.
Brynhildur: Eg myndi nú ekki segja um Lipman sjálfan og hans kynslóð að þau
væru of kennslufræðileg. Þegar ég var í námi hjá Lipman og félögum í Montclair
kvartaði ég oft yfir því að kennslufræðin væri ekki nógu skýr. Aftur á móti hef ég
séð skýrari og heildstæðari kennslufræðilegar leiðbeiningar í námsefni og á nám-
skeiðum hjá breskum og áströlskum barnaheimspekingum. Þeim hefur tekist að
tala um heimspekina á skólamálinu. Ég held að það hafi þann kost að það talar til
þeirra kennara sem við þörfnumst til að koma heimspekinni út í skólana.
Róbert: Áttu við að það sé ekki nóg að það séu allt topp heimspekingar sem sinni
þessu, það muni aldrei ganga?
Brynhildur: Ég held að það séu miklu fleiri sem geta þjálfað nemendur í samræðu
heldur en bara heimspekingar.
Hreinn: En ég upplifði það tiltölulega sterkt þegar ég byrjaði á þessu eftir 1980
að það væri gagnkvæm fyrirlitning á milli kennslufræðinga og heimspekinga.
Kennslufræðingarnir sögðu: „Hvað viljið þið upp á dekk hérna í kennslumálum,
þið sem eruð þarna jarðsambandslausir í ykkar fílabeinsturni?" Svo litu heim-
spekingarnir niður og sögðu: „Guð minn góður, hvílík óreiða, fólk bara hugsar
ekki heila hugsun og hvar er hausinn, það er enginn haus meðal þessara kenn-
ara ykkar.“ Ég fer þarna í kennaradeild við Michigan State University og skrifa
ritgerðina og við töluðum um það leynt og ljóst að ég væri í brúarvinnu á milli
heimspeki og kennslufræða.
Róbert: Loks talar Oscar um að það sé ákveðinn átakaótti eða átakaflótti í aðferð
Lipmans sem endurspeglist svo í Lipman-hreyfingunni. Oscar telur að í aðferð-
inni sé of mikil áhersla á samlyndi. Hann gengur svo langt að h'kja ástandinu við
úthverfi bandarískra borga þar sem allir eigi eins hús og eins garð og enginn megi
vera öðruvísi. Hann segir hættuna þá að þannig verði samræðufélagið: það sé
engin róttækni leyfð og fólk passi sig öðru fremur á að styggja engan.
Brynhildur: Ég held að þetta sé mikilvæg gagnrýni. Ég held að þetta sé hætta, af
því að þegar maður fer að tala um virðingu fyrir mönnum sérstaklega þá held ég
að margir mistúlki það sem svo að ég sýni þér virðingu með því að segja aldrei
styggðaryrði og passa að þú komist ekki í uppnám. En ég var að tala um það áðan
að það er í samræðu sem ég kemst í uppnám, eitthvað hefur tilfinningalega áhrif
á mig, jákvæð og neikvæð. Að mínu mati snýst góð samræða um að leyfa þessu
að koma upp og vinna úr því, meðal annars. En ég held að margar manneskjur
séu svo hræddar við uppnám, hræddar sjálfar við að komast í uppnám, hræddar
við að hafa manninn við hliðina á sér í uppnámi, að þær forðist slíkar samræður.
Þess vegna er höfuðáhersla lögð á að við skulum vera vinir hérna, ekki verða of