Hugur - 01.06.2010, Page 35
Fagurfrœði náttúrunnar
33
mat á náttúrufegurð væri í eðli sínu huglægt vegna þess að það skorti þau viðmið
sem listfagurfræði notaðist við til að fella „rétta“ fagurfræðilega dóma: listasögu
og hefðir, aðferðir listgagnrýni og tillit til sköpunarhæfileika. Til þess að sýna
fram á að fagurfræðilegir dómar um náttúru geti verið hlutbundnir á sama hátt
og fagurfræðilegir dómar um list leitar Carlson að þeirri þekkingu á náttúrunni
sem gæti samsvarað þekkingunni á listheiminum. Carlson tekur þannig upp þær
hugmyndir innan listfagurfræði sem gera ráð fýrir að þekking á listheiminum
myndi grundvöll fagurfræðilegra dóma um list; til þess að geta sagt eitthvað af
viti um fagurfræðilegt gildi Picasso-verks þarf að vita hvaða stefnu og hefð verkið
tilheyrir.10 Fagurfræðilegir dómar geta þannig talist réttir eða rangir á grundvelli
þeirrar þekkingar sem þeir byggja á. Ef einhver myndi til dæmis segja að abstrakt-
málverk eftir Picasso væri lélegt landslagsmálverk væri sá hinn sami að fella rang-
an dóm þar sem þekkingin á bak við dóminn er röng.
Sú þekking á náttúrunni sem Carlson telur að samsvari þekkingu á listheim-
inum er náttúruvísindaleg þekking á h'ffræði, jarðfræði og vistfræði. Til þess að
geta fellt hlutlæga fagurfræðilega dóma um náttúruna verður vísindaleg þekking
á náttúrunni að vera til staðar.11 Eins og í dæminu hér að ofan telur Carlson að ef
einhver myndi dæma hval sem klaufalegan fisk væri sá dómur rangur vegna þess
að hann er grundvallaður á rangri þekkingu.12 Þannig myndar náttúruvísindaleg
þekking sama grundvöll fyrir rétta fagurfræðilega dóma um náttúru og þekk-
ing á stefnum og hefðum listarinnar myndar fyrir rétta fagurfræðilega dóma um
listaverk.
Hugmynd Carlsons er sú að til þess að geta upplifað náttúruna á fagurfræðileg-
an hátt og fellt um hana fagurfræðilega dóma verðum við að þekkja söguna af
uppruna hennar og eðli, vegna þess að sú saga gefur ákveðinn ramma til þess
að afmarka og skilja einkennin sem skynjuð eru. Hann líkir þessu við avant
garde-list, þar sem hinn fagurfræðilegi skilningur er mótaður af sögunni að baki
listaverkinu, sögunni af því af hverju listamaðurinn valdi þessa ákveðnu tækni til
að skapa þá heild sem við skynjum í verkinu.13
Eins og sjá má er kenning Carlsons viðbragð við þeirri grundvallarspurningu
náttúrufagurfræðinnar sem nefnd var hér að ofan: Er hægt að finna hlutlægan
grundvöll fagurfræðilegra dóma um náttúruna? Það að svara þessari spurningu
er eitt mikilvægasta verkefni náttúrufagurfræðinnar vegna þess að sé henni ekki
svarað játandi er erfitt að krcfjast þess að fagurfræðileg gildi séu tekin alvarlega
þegar kemur að því að meta gildi náttúrunnar og taka ákvarðanir um nýtingu eða
verndun. í bók sinni Fagurfrœði hins náttúrulega umhverfis segir Emily Brady þörf
vera á einhverskonar hlutlægni ef fagurfræðileg rök eiga að skipta máli: „Ef það
á að taka fagurfræðileg gildi alvarlega í hagnýtu samhengi umhverfisskipulags og
stefnumótunar er hlutlægni, að minnsta kosti upp að vissu marki, nauðsynleg."14
Janna Thompson er sammála Brady og færir rök fyrir því að ef það á að tengja
10 Sama rit, bls. 54-57.
Sama rit, bls. 49 og 68.
12 Sama rit. bls. 63.
Sama rit, bls. 110-112.
14 E. Brady. 2003.Aesthetics ofthe Natural Environment. Edinburgh University Press. Bls. 191.