Hugur - 01.06.2010, Side 37
Fagurfrœði náttúrunnar
35
ing á listasögu og liststefnum er í raun óviðkomandi hinni beinu fagurfræðilegu
reynslu, hinu fagurfræðilega augnabliki:
Að velta fyrir sér hvernig þau urðu til er eins og að lesa upprunamerkið
á vínflösku, eða ævisögu listamannsins á veggnum við hliðina á málverki
á listasafni: það setur hlutina í samhengi, en er örugglega ólíkt því að
upphfa hlutinn í raun og veru (vínið eða málverkið).18
Þegar við dreypum á víninu eru það bragðeiginleikar vínsins sem við einbeitum
okkur að, það eru áhrifin sem fagurfræðilegir eiginleikar vínsins hafa á skilning-
arvitin. Þegar við sjáum listaverkið einbeitum við okkur að Utunum, formunum
og kannski þeim hugleiðingum sem það vekur hjá okkur, við einbeitum okkur að
því sem skilningarvitin nema. Og það sama gerist þegar við upplifum náttúruna
á fagurfræðilegan hátt: við snúum okkur að litum, formum, hljóðum, hreyfingum,
öllu því sem er að gerast í umhverfinu, hvernig við erum sem líkamar innan um-
hverfisins; við einbeitum okkur að fagurfræðilegum eiginleikum sem við nem-
um í gegnum öll skilningarvitin. Heyd bendir á að vísindaleg þekking geti haft
neikvæð áhrif á þetta ferli. Ef við erum of upptekin af því að nefna, skilgreina og
útskýra uppruna þess sem við uppUfum þá gefst okkur aldrei tækifæri til þess að
einbeita okkur nægilega að augnablikinu, hinni fagurfræðilegu skynjun.
Vísindaleg þekking getur stundum verið gagnleg að mati Heyd, til dæmis getur
þekking á jarðfræði hvatt mann til þess að beina athyglinni að ákveðnum formum
í landslaginu þegar við upplifum landslag eins og á botni Miklagljúfurs, þar sem
hægt er að sjá formin sem fljótið skóp í gljúfrinu. En í öðrum tilfellum er vís-
indaleg þekking til trafala þegar kemur að því að einbeita sér að fagurfræðilegri
skynjun. Það að vita t.d. efnasamsetninguna á vatninu sem ég stend við og horfi
yfir hefur lítil eða engin áhrif á skynjun mína á fagurfræðilegum eiginleikum
þess, og ef ég fer virkilega að einbeita mér að allri þekkingu sem ég hef á jarð-
fræði og Hffræði til þess að geta nefnt og skilgreint það sem ég sé, þá hef ég hætt
að einbeita mér að hinni fagurfræðilegu skynjun.19 Ástæðan fyrir því að vísindin
eru vís til þcss að leiða okkur út úr hinni fagurfræðilegu reynslu er sú að í eðli
sínu beina þau athygli okkar að hinu almenna í tilteknu fyrirbæri, það sem fræðin
kenna okkur er þekking á almennum eiginleikum mismunandi tegunda náttúru-
fyrirbæra. En það sem skiptir máli í hinni fagurfræðilegu reynslu eru eiginleikar
þess einstaka, það er upplifun mín afpessu fyrirbæri, niína á þessu augnabliki.
Það hlutverk sem Heyd ætlar sögunum er að beina athyglinni að fagurfræðileg-
um eiginleikum. Hann tekur dæmi af þremur mismunandi flokkum frásagna:
hstrænum frásögnum, ólistrænum frásögnum og frásögnum án orða. Fyrsti
flokkurinn inniheldur frásagnir listamanna af náttúrunni, þarna myndi til dæmis
ljóðhst rómantísku skáldanna sóma sér vel. Þær sögur sem listamenn og aðrir
hafa skrifað um reynslu sína af náttúrunni vekja athygli okkar hinna á ákveðnum
18
19
Sama rit, bls. 271.
Sama rit, bls. 272.