Hugur - 01.06.2010, Síða 47
Höggmyndir oggimsteinar
45
sínar og velja þær sökum þeirra sjálfra, og í þriðja lagi að vera öruggur og
staðfastur í athöfnum sínum. (nofa)4
Af þessum þremur atriðum, sem eru „skilyrði fyrir dyggðum", segir Aristóteles
að þekkingin skipti minnstu máli en síðar kemur í ljós að hyggindin eða siðvitið
gegna afar mikilvægu hlutverki í greiningu hans. Aristóteles aðgreinir hana skýrt
frá listrænni kunnáttu sem varðar sköpun. „Vissulega skapa hyggindi", skrifar
hann, en „ekki eins og læknislist skapar heilbrigði, heldur eins og heilsa skapar
heilbrigði". Læknislistin er ekki hluti heilbrigðinnar heldur sú kunnátta læknisins
sem getur gert menn heilbrigða. Hins vegar eru hyggindin „hluti dyggðar í heild
sinni“ og gera manninn „farsælan með ívist sinni og virkni“ (11443).5 Aristóteles
gæti því ekki tekið fyrirvaralaust undir orð Epiktetosar sem skrifar um listina að
lifa: „Því eins og viðurinn er efni trésmiðsins og brons efni myndhöggvarans, ein-
mitt þannig er líf sérhvers manns viðfangsefni h'fernislistarinnar."6 Frá aristótel-
ísku sjónarmiði slær sköpun og dygð of mikið saman í þessum athyglisverða kafla
Epiktetosar. Maðurinn er vissulega viðfangsefni sjálfs sín í listinni að lifa en þó
með þeim hætti að dygðug athöfn er „sjálf sitt eigið markmið" en sköpun þjónar
jafnan „öðru markmiði en sjálfú sér“ (ii4ob).7 Þess vegna eru techné og praxis
gagnóh'k fyrirbæri.
Afstaða Aristótelesar er afar athyglisverð í þessu samhengi þar sem hann gerir
grein fyrir sambærilegri tilurð listar og dygðar, það er með ástundun og ráðagerð
um hið breytilega, en gerir jafnframt skýran greinarmun á gildi sköpunarverks og
dygðugrar breytni.Til að meta siðferðisgildi athafnar er ekki nóg að h'ta til hennar
sjálfrar, hkt og verið væri að meta kosti listaverks, heldur er nauðsynlegt að vita
eitthvað um gerandann sem þarf að vera í réttu ástandi: „dyggð er [...] ástandið
sem gefur til kynna að rétt skynsemi sé til staðar, og hyggindi eru rétt skynsemi
í málum sem varða breytni" (ii44b).8 Með þessari hugmynd um „rétta skynsemi"
virðist Aristóteles eiga við að siðferðileg athöfn eigi sér rætur í manni sem tek-
ur ákvörðun af ástæðu sem varðar ágæti athafnarinnar sem slíkrar en ekki þess
sem hún leiðir til (nema að því er varðar hlutdeild hennar í farsældinni). Þessi
hugmynd Aristótelesar um göfúga athöfn er, eins og Christine Korsgaard hefúr
bent á, glettilega h'k kenningu Kants um að breyta af skyldu.9 Samkvæmt þess-
ari túlkun mætti líta svo á að Ustin að lifa sé fólgin í látlausri sjálfsstyrkingu sem
gerir manni kleift að breyta rétt í öflum aðstæðum. I þeim skilningi verði maður
„að vinna að höggmyndinni“ sinni eins og Plótínos skrifar með skírskotun til
Fædrosar Platons (252D): „Sálina verður að venja og láta hana fyrst horfa á fagurt
4 Aristóteles: Siðfrœði Níkomakkosar, Svavar Hrafn Svavarsson þýddi (Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag 1995), bls. 260-261.
5 Sama rit, bls. 90.
6 Epictetus: The Discourses I, ensk þýð. W.A. Oldfather (London: Loeb Classical Library 1925), xv,
2.
7 Aristóteles: Siðfneði Níkomakkosar, bls. 71.
Sama rit, bls. 94.
' Sbr. Christine Korsgaard: „From Duty and for the Sake of the Noble: Kant and Aristode on
Morally Good Action“, S. Engström og Jennifer Whiting ritstj., Aristotle, Kant and the Stoics
(Cambridge: Cambridge University Press 1996), bls. 217.