Hugur - 01.06.2010, Síða 49
Höggmyndir oggimsteinar
47
rökræðunni: Einungis frjáls rökræða mun leysa menn undan áreitum heimsins
og úr sérhverjum þeim viðjum sem standa í vegi frjálsrar hugsunar. Og lögmáls-
siðfræðingurinn Kant, sem oft er sakaður um of stífa reglufylgni, skrifar meira
að segja: „Reglur og fyrirmæli, þessi vélrænu verkfæri til skynsamlegrar notkunar
eða öllu heldur misnotkunar þeirra hæfileika sem maðurinn fékk í vöggugjöf, eru
fótfjötrar ævarandi ósjálfræðis".16 Það er vitaskuld eins og hvert annað ósjálfræði
að fylgja reglum og fyrirmælum nema þau standist próf rökræðunnar um hvort
þau hæfi í almennri löggjöf. Þannig eru skynsemi, lögmál og sjálfræði algjörlega
samtvinnuð í siðfræði Kants enda er sjálfræði viljans „hæfileiki hans til að vera
sjálfum sér lögmáT (440)17 og leiti viljinn lögmálsins sem á að stjórna honum
annars staðar „þá er árangurinn ævinlega ósjálfræði" (441).18
3
Sjálfræðishugmyndin er heillandi og — hvað sem hinum sérstaka skilningi Kants
á henni h'ður - eflaust ein þeirra hugmynda sem mótað hefur nútímalega orðræðu
og sjálfsskilning hvað mest. Margir hugsuðir hafa hent hana á lofti, meðal annars
í því skyni að móta nútímalegar kenningar um lífernislist, enda virðist sjálfræð-
ishugtakið kjörinn efnisþáttur í greinargerð fyrir skapandi h'fi. I þeirri viðleitni
hafa margir skiljanlega viljað taka hugsun Kants skrefinu lengra og þannig að
sjálfræðið verði raunverulega skilið sem frelsi einstaklingsins en ekki bundið við
rétta notkun skynseminnar. Jean-Paul Sartre er gott dæmi um hugsuð sem gerði
frelsið að lykilhugtaki heimspeki sinnar. I tilvistarheimspeki sinni gerir hann til-
raun til að lýsa forsendum eiginlegrar eða sannrar tilveru sem ókleift er að lýsa
beinlínis en segja má að einkennist af stöðugri viðleitni einstaklingsins til þess að
staðna ekki. Mikilvægur hluti þess er að líta aldrei á „reglur og fyrirmæli", svo ég
vísi til orða Kants, sem gefin í þeim skilningi að maður sjái gildi þeirra óháð því
hvort hann fylgi þeim eða ekki. Einungis með því að fylgja reglum og fyrirmælum
held ég því fram að þau hafi gildi og þar með ber ég persónulega ábyrgð á þeim.
Þannig verður meginsiðferðiskrafa Sartres af ætt samkvœmni: Að ég gangist af
heilindum við því sem athafnir mínar bera vott um og axli þá ábyrgð sem það
felur í sér.19
Þessi kenning er óneitanlega í ætt við upplýsingarhugmynd Kants að því leyti
sem hún er róttækt andóf gegn þeirri leti og ragmennsku sem gera menn að
svefngenglum vanans og taglhnýtingum valds og viðtekinna hugmynda. En hún
er ekki barátta gegn ósjáífræði í þeim skilningi Kants sem hann kallar „vanhæfni
rnannsins til að nota eigið rökvit án handleiðslu annarra“.*° Og ástæðan er sann-
arlega ekki sú að Sartre leggi ónóga áherslu á sjálfræði mannsins heldur að hann
Immanuel Kant: „Svar við spurningunni: Hvað er upplýsing?“, Elna Katrín Jónsdóttir og Anna
Þorsteinsdóttir þýddu, Skimir (haust 1993), 379-386; hér bls. 380.
Kant: Grundvöltur ad frumspeki siðlegrar breytni, bls. 170.
* Sama rit, bls. 171.
19 Jean-Paul Sartre: Tilvistarstefnan er mannhyggja, Páll Skúlason og Egill Arnarson þýddu (Reykja-
vík: Hið íslenska bókmenntafélag 2007), til dæmis bls. 54-56 og 80-81.
Kant: „Svar við spurningunni: Hvað er upplýsing?“, bls. 379.