Hugur - 01.06.2010, Page 70
68
Ólafur PállJónsson
svo að segja, menntað alla manneskjuna með því að virkja margvíslega
hæfileika hennar samtímis og í gagnkvæmu og styrkjandi samspili.21
Hér sjáum við aðlaðandi mynd af list sem nálgun í menntun, og áherslan á
gagnkvæmt og styrkjandi samspil óh'kra hæfileika samrýmist vel hugmyndum
Guðmundar Finnbogasonar. Þótt list og menntun virðist falla fullkomlega hvort
að öðru, þá rekur Carroll h'ka öflugar efasemdir um þessa nánu sambúð. Þótt
margvísleg list sé vel til þess fallin að mennta, þá er ekki þar með sagt að mennt-
unargildið velti á því að tiltekið verk sé lisíaverk. Með öðrum orðum, þótt tiltekið
listaverk sé vel fallið til að mennta - miðla þekkingu eða móta viðhorf- þá er ekki
þar með sagt að listrænt gildi verksins skipti máli í þessu sambandi.
Eitt af því sem efasemdarmenn um menntunargildi lista hafa bent á er að sú list
sem talin er geta miðlað þekkingu lætur sjaldan í té áreiðanleg gögn til stuðnings
þekkingunni. Þegar þekking er sett fram með hefðbundnum hætti, t.d. í fræði-
legum greinum, þá er allt kapp lagt á að tilgreina nákvæmlega hvaða gögn styðja
þær staðhæfingar sem haldið er fram, hvernig gagnanna var aflað, hvernig nið-
urstaðan og gagnaöflunin tengist fyrri rannsóknum á skyldum vettvangi o.s.frv.
Listamaðurinn getur kært sig kollóttan um þesskonar rangala fræðanna. Hann
getur einfaldlega dregið upp tiltekna mynd - t.d. mynd af íslensku samfélagi eins
og Halldór Laxness gerði í Sjálfstæöu fólki — og beitt öllum brögðum listarinnar
til að hrífa lesandann með. Við getum kallað þessa gagnrýni rakaleysisrökin,vegna
þess að hún bendir á að í list þurfa menn ekki að styðja mál sitt rökum með viðh'ka
hætti og í fræðunum.
Rakaleysisrökin eru næsta augljós og að forsendum þeirra gefnum - einkum
þeirri forsendu að menntun sé fyrst og fremst vitsmunaleg miðlun þekkingar - þá
virðist líka augljóst að list sé ekki vel til þess fallin að mennta. En eins og Carroll
bendir á, þá þurfum við ekki að fahast á þessa forsendu.
Jafnvel þótt list skorti þau tæki sem nauðsynlegeru til að miðla staðreynda-
þekkingu, þá kann hún að hafa úrræði til að mennta geðshræringarnar.
Geðshræringar geta verið réttar eða rangar. Eins og Aristóteles benti
á, þá krefjast réttar geðshræringar réttra tilfinninga sem beint er í við-
eigandi átt af hæfilegum styrk. Geðshræringar eru því menntanlegar að
minnsta kosti eftir þessum þremur víddum.22
Rök Carrolls fyrir menntunargildi listar, sem ég hef einungis tæpt á, styðja vel
þá staðhæfingu að menntunargildi sé mikilvægur eiginleiki margra listaverka. En
ef við hugum aftur að skynvísinni sem ég gerði að umræðuefni að framan hygg
ég að við getum komið auga á enn sterkari tengsl. Skynvísi er hæfileikinn til að
bera skyn á nýjar kringumstæður og bregðast við með viðeigandi hætti. En hvað
er viðeigandi viðbragð við hstaverki?
21 Noél Carroll, „Aesthetics and the educativc powers of art“, A Companion to the. Philosophy of
Education, Randall Curren ritstj., Blackwell Publishing, 2003, bls. 365.
22 Carroll, „Aesthetics and the educative powers of art“, bls. 375.