Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 70

Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 70
68 Ólafur PállJónsson svo að segja, menntað alla manneskjuna með því að virkja margvíslega hæfileika hennar samtímis og í gagnkvæmu og styrkjandi samspili.21 Hér sjáum við aðlaðandi mynd af list sem nálgun í menntun, og áherslan á gagnkvæmt og styrkjandi samspil óh'kra hæfileika samrýmist vel hugmyndum Guðmundar Finnbogasonar. Þótt list og menntun virðist falla fullkomlega hvort að öðru, þá rekur Carroll h'ka öflugar efasemdir um þessa nánu sambúð. Þótt margvísleg list sé vel til þess fallin að mennta, þá er ekki þar með sagt að mennt- unargildið velti á því að tiltekið verk sé lisíaverk. Með öðrum orðum, þótt tiltekið listaverk sé vel fallið til að mennta - miðla þekkingu eða móta viðhorf- þá er ekki þar með sagt að listrænt gildi verksins skipti máli í þessu sambandi. Eitt af því sem efasemdarmenn um menntunargildi lista hafa bent á er að sú list sem talin er geta miðlað þekkingu lætur sjaldan í té áreiðanleg gögn til stuðnings þekkingunni. Þegar þekking er sett fram með hefðbundnum hætti, t.d. í fræði- legum greinum, þá er allt kapp lagt á að tilgreina nákvæmlega hvaða gögn styðja þær staðhæfingar sem haldið er fram, hvernig gagnanna var aflað, hvernig nið- urstaðan og gagnaöflunin tengist fyrri rannsóknum á skyldum vettvangi o.s.frv. Listamaðurinn getur kært sig kollóttan um þesskonar rangala fræðanna. Hann getur einfaldlega dregið upp tiltekna mynd - t.d. mynd af íslensku samfélagi eins og Halldór Laxness gerði í Sjálfstæöu fólki — og beitt öllum brögðum listarinnar til að hrífa lesandann með. Við getum kallað þessa gagnrýni rakaleysisrökin,vegna þess að hún bendir á að í list þurfa menn ekki að styðja mál sitt rökum með viðh'ka hætti og í fræðunum. Rakaleysisrökin eru næsta augljós og að forsendum þeirra gefnum - einkum þeirri forsendu að menntun sé fyrst og fremst vitsmunaleg miðlun þekkingar - þá virðist líka augljóst að list sé ekki vel til þess fallin að mennta. En eins og Carroll bendir á, þá þurfum við ekki að fahast á þessa forsendu. Jafnvel þótt list skorti þau tæki sem nauðsynlegeru til að miðla staðreynda- þekkingu, þá kann hún að hafa úrræði til að mennta geðshræringarnar. Geðshræringar geta verið réttar eða rangar. Eins og Aristóteles benti á, þá krefjast réttar geðshræringar réttra tilfinninga sem beint er í við- eigandi átt af hæfilegum styrk. Geðshræringar eru því menntanlegar að minnsta kosti eftir þessum þremur víddum.22 Rök Carrolls fyrir menntunargildi listar, sem ég hef einungis tæpt á, styðja vel þá staðhæfingu að menntunargildi sé mikilvægur eiginleiki margra listaverka. En ef við hugum aftur að skynvísinni sem ég gerði að umræðuefni að framan hygg ég að við getum komið auga á enn sterkari tengsl. Skynvísi er hæfileikinn til að bera skyn á nýjar kringumstæður og bregðast við með viðeigandi hætti. En hvað er viðeigandi viðbragð við hstaverki? 21 Noél Carroll, „Aesthetics and the educativc powers of art“, A Companion to the. Philosophy of Education, Randall Curren ritstj., Blackwell Publishing, 2003, bls. 365. 22 Carroll, „Aesthetics and the educative powers of art“, bls. 375.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.