Hugur - 01.06.2010, Síða 96
94
Erlendur Jónsson
andi notendur tengja við nafnið, heldur af „orsakarkeðju" sem á upphaf sitt í því
að einstaklingur er skírður eða gefið nafn á annan hátt og hver hlekkur felst síðan
í því að notandi „tekur við“ nafninu, þ.e. hann ætlar að nota nafnið með sömu til-
vísun og sá sem hann tekur við nafninu af. Kripke forðast reyndar sjálfur að kalla
þessa keðju „orsakarkeðju", þar sem ekki er um eiginlega orsökun að ræða þegar
einn maður „tekur við“ eiginnafni með þeirri ætlun að vísa til sama einstaklings
og sá sem hann „tók við“ nafninu af. Ef við tökum t.d. nafnið „Aristóteles", þá
tengja mismunandi notendur þess mismunandi ákveðnar lýsingar við það, einn
getur t.d. skilið „Aristóteles" sem „frægasti lærisveinn Platons og höfundur Sið-
fneði Ntkomakkosar“, en annar getur skilið nafnið sem „höfundur greinarmunarins
á formi og efni og helsti rökfræðingur Vesturlanda fram á 20. öld“. Samkvæmt
orsakarkenningunni gefur þetta ranga mynd af því hvernig við ákvörðum tilvísun
nafnsins „Aristóteles", þar sem báðar þessar lýsingar geta verið rangar, við gætum
vísað til Aristótelesar jafnvel þótt hann hafi aldrei verið lærisveinn Platons, aldrei
skrifað Siðfrœði Níkomakkosar o.s.frv. Það sem skiptir máli, samkvæmt þessari
kenningu, er að einhver hefur upphaflega skírt ákveðinn mann „Aristóteles" (eða
skyldu nafni) og síðan liggur orsakarkeðja, að vísu mjög flókin og í mörgum grein-
um, frá þessari upphaflegu skírn og til okkar sem notum nafnið „Aristóteles".
Nú er nærtækt að setja fram hliðstæða kenningu varðandi listaverk, eins konar
orsakarkenningu um listaverk. Hugmyndin er í grófum dráttum sú, að í upphafi
skapar persóna listaverk. Þessi sköpun svarar til upphaflegu skirnarinnar í orsak-
arkenningu Kripkes. Síðan myndast „orsakarkeðja", þar sem hver hlekkur felst
í því að listnjótendur eða aðrir sem skynja listaverkið eða túlka það miðla því
áfram til annarra.16 Þannig skrifaði Beethoven Eroica, hann lét frumflytja verkið
og gaf út nótur að því. Margir hlýddu á frumflutninginn og sáu frumhandritið og
frumprentunina. Síðan komu aðrir flytjendur sem notuðu afrit af nótunum, við
hlýðum á flutning verksins á tónleikum eða í útvarpi o.s.frv., þannig að ótvíræð
orsakarkeðja af einhverju tagi liggur frá Beethoven til þess sem hlýðir á verkið í
útvarpi eða af geisladiski í dag. Þess vegna segjum við að sá sem hlýðir á útvarpið
sé að hlusta á Eroica, en ekki verkið sem T skrifaði. Á hinn bóginn gæti legið
önnur orsakarkeðja frá 7j við gætum t.d. ímyndað okkur að hún lægi í allt öðru
menningarlegu umhverfi sem ekki skarast á við umhverfið sem Eroica tengist í
dag. Þeir sem eru við endann á keðjunni frá T væru að hlusta á annað listaverk,
þótt formgerðin sé sú sama í báðum tilvikum.
Slík orsakarkenning væri sérstaklega nærtæk varðandi myndlistarverk. Málari
orsakar í bókstaflegum skilningi tilurð málverksins, hann er orsakarvaldur að því
að það lítur út á ákveðinn hátt en ekki annan. Myndhöggvari heggur út ákveðna
mynd í stein, gefúr steininum ákveðna lögun sem skilgreinir höggmyndina. En
við getum líka sagt að tónskáld orsaki það að formgerð sé notuð í formi ákveðins
miðils. Beethoven var vissulega orsakarvaldur í því að tónverkið Eroica varð til.
16 Slík kenning verður að sjálfsögðu ekki þróuð í smáatriðum hér, en við getum sagt ti! bráðabirgða
að orsakarkeðjan í tilfelli listaverka sé hliðstæð keðjunni sem sögð er gilda um eiginnöfn, sbr.
tilvísanir í neðanmálsgrein 15.