Hugur - 01.06.2010, Side 101
Verufrœði listaverksins
99
mismunandi tækifæri. Öllu þessu hlýtur tónskáld að gera sér grein fyrir, þótt mis-
jafnt sé hversu nákvæmlega tónskáld tilgreinir hvernig flytja á verk nákvæmlega.
Alltaf hlýtur þó grunnformgerðin, þ.e. sjálfir tónarnir og takturinn, að liggja til
grundvaflar: ef þetta breytist verulega er ekki hægt að segja að nákvæmlega þetta
tónverk sé flutt. En tónskáldið gerir sér grein fyrir því að sérhver flutningur felur
í sér að flytjandinn leggur eitthvað af sál sinni í verkið, hann skapar eitthvað á
sinn hátt.
Tónskáld skrifa oft sjálf mismunandi útsetningar á því sem taflð er sama verk.
Þannig útsetti Brahms valsa sína bæði fjórhent og tvíhent, píanókvartett sinn
fyrir tvö píanó, og Mozart skrifaði fiðlusónötu fyrir byrjendur sem hann gaf líka
út (með smábreytingum þó) sem píanósónötu.
Flutningur tónverks felst sem sagt í því að klæða þá formgerð sem tónskáld-
ið skapaði „holdi og blóði“, þ.e. miðla henni með raunverulegum tónum sem
áheyrandinn getur heyrt, en þetta er atburður sem á sér stað í tíma og rúmi. Það
eru tónar, hljóð, sem heyrist, en það sem miðlað er er að sjálfsögðu tjáning tón-
skáldsins í framangreindum skilningi, markmið flutningsins er að flytjandinn og
áheyrandinn endurlifi á eins lifandi hátt og unnt er þá reynslu sem tónskáldið
varð fyrir er hann samdi verkið. Þessari reynslu er tónskáldið að reyna að miðla
með formgerðinni sem verkið er. En jafnvel algerlega „dauður“ flutningur getur
samt miðlað formgerðinni, t.d. eru til tölvuforrit sem lesa inn nótur og spila þær
sjálfvirkt á tölvunni, þannig að tölvan „flytur“ tónverkið. Slíkur flutningur miðlar
grundvallarformgerðinni, en að sjálfsögðu vantar alla „tilfinningu" í túlkunina,
þannig að eitthvað af tjáningu verksins glatast, nema áheyrandinn sé þeim mun
virkari er hann hlustar á flutning tölvunnar á verkinu.
Hér komum við að öðru atriði varðandi flutning tónverks: það er ekki aðeins
flytjandinn sem endurskapar formgerð tónskáldsins, heldur h'ka áheyrandinn.
Aheyrandinn verður að „skilja" verkið, endurskapa upplifun tónskáldsins. Þannig
mætti h'ta á bæði flutning verks og það að hlýða á það sem listræna sköpun, sem
sköpun eins konar „tónverks". Tónskáldið skapar grunnformgerðina, grundvöll
tónverksins, sem krefst venjulega mestrar listrænnar áreynslu, en sérhver flutn-
ingur tónverks krefst líka hstrænnar sköpunar, þótt hún sé ekki á sama stigi, og
sama máh gegnir venjulega um túlkun flutningsins.
Hið sama á við um myndlist og bókmenntir. Sá sem virðir fyrir sér málverk
°g nýtur þess sem listsköpunar verður sjálfur að endurskapa einhverja reynslu,
verður að beita ímyndunaraflinu og láta hugann reika um sömu lendur og lista-
maðurinn, a.m.k. að einhverju leyti. Ef ég virði fyrir mér málverk Van Goghs af
sólblómaökrum í Provence sé ég blómin fyrir mér sveiflast í bylgjum í vorgolu
Suður-Frakklands, ég skynja eitthvað óvenjulegt og merkilegt sem listamaðurinn
et að miðla.
Bókmenntaverk gefa ekki alltaf jafnmikinn sveigjanleika í flutningi og tónhst,
þar sem inntak textans sem rithöfundur eða skáld hefur samið er fast. Vissulega er
hægt að lesa kvæði eða ljóð með mismiklum tilþrifum, gefa í skyn geðshræringar
°g hughrif með blæbrigðum í framsögn, en textinn bindur merkingu og boðskap
höfundarins í meira mæli en nótur tónverks. Þetta er e.t.v. vegna þess að formgerð