Hugur - 01.06.2010, Page 115

Hugur - 01.06.2010, Page 115
Nietzsche um líkamann sem náttúru 113 það gerist.33 Þetta getur verið ógnandi og grafið undan sjálfstjórn manns, en sam- kvæmt Nietzsche geta upplifanir kennda einnig verið náma skapandi möguleika. Astæðan íyrir því er að Nietzsche var í hópi þeirra menningargagnrýnenda við lok 19. aldar sem töldu að hin meðvitaða hugsun væri allt of mikið skilyrt af múg- hugsun, af því hvernig „allir“ hugsa.34 Nietzsche taldi klisjuhugarfar vera gegnsýrt og drifið áfram af siðferði sem hann áleit vera kúgandi. Til þess að geta hafið sig upp yfir það og til þess að vera skapandi og frjór í hugsun þarf maður að virkja hina foryrðanlegu krafta líkamans. Það felur ekki í sér afturhvarf til náttúrunnar sem afturhvarf til einhvers upprunalegs sem kæmi á undan því hvernig náttúran hefur verið túlkuð eða skifin. Mun frekar taldi hann þörf fyrir annan skilning á náttúrunni sem fæli í sér breytt viðhorf til líkamlegrar náttúru mannsins. Afneitun og viðurkenning líkama sem náttúru Líkt og félagsmótunarsinnar lítur Nietzsche á skilning okkar á náttúrunni sem endurvarp ólíkra hugmynda. I fornöld var algengt að telja náttúruna vera af hinu illa. Það hafa einnig komið tímabil þar sem litið hefur verið á náttúruna sem uppsprettu hins góða og sem dæmi um slíkt tekur Nietzsche hugmyndir Rouss- eaus um afturhvarf til náttúrunnar sem upprunalegs ástands sakleysis. Andstætt Rousseau sér Nietzsche ekki fyrir sér afturhvarf til óspillts ástands náttúrunnar. Afturhvarf er óhugsandi vegna þess að það er ekki til neitt sem gæti heitið upp- hafleg náttúra. Hann skrifar að sérhver „upprunaleg náttúra var einhvern tímann áunnin náttúra og sérhver áunnin náttúra sem nær yfirhöndinni verður að upp- runalegri náttúru“.35 Samkvæmt hinum kristilega og heimspekilega skilningi sem Nietzsche deilir á þá er það hið vitsmunalega eðli sem er talið til hinnar eiginlegu tignar náttúru rnannsins. Nietzsche er hins vegar þeirrar skoðunar að fyrir tilstilli siðferðis- og hugmyndakerfa hafi skilningur okkar á vitsmunum afneitað líkamlegum for- sendum þeirra. Þetta kemur skýrast fram í neikvæðu viðhorfi til líkama og mun- úðar sem einkenndi lengst af hina kristilegu hefð, og einnig í fordómum innan heimspekihefðarinnar gagnvart tilfinningum sem truflunarvaldi í ríki vitsmuna. Heimspeki Nietzsches er því í senn ákall um að skilja vitsmuni sem líkamnaða °g um að rækta vitsmuni sem taka mið af líkamanum. Það er kominn tími til að hefja okkur upp yfir hina „litlu skynsemi“ með hjálp þess sem hefur verið talið ómerkari þáttur okkar líkamlegu náttúru, sem er að dómi Nietzsches „hin mikla skynsemi".36 Trúarleg viðhorf og vísindaleg hugtök um náttúruna hafa ruglað okkur í rím- inu í afstöðu okkar til náttúrunnar. Hinn trúarlegi og hinn vísindalegi skilningur kafa einnig tengst í sögu vestrænnar menningar. Tvíhyggja hugar og líkama og hin skörpu skil milli manns og náttúru sem hefur verið haldið til haga í nátt- ' Sbr. Gernot Böhme, „Naturerfahrung: Úber Natur reden und Natur sein , 8. 4 Friedrich Nietzsche, Diefröhliche Wissenschaft, §354, KSA 3,592. J Friedrich Nietzsche, Vom Nutzen und Nachthei! der Historiejur das Leben, KSA 1,265. Fricdrich Nietzsche, Svo mœlti Zarapústra, 60.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.