Hugur - 01.06.2010, Page 117
Nietzsche um líkamann sem náttúru
115
gefur þannig tækifæri til að endurskoða eitthvað og gera tilraunir með okkur sjálf.
Þess vegna þurfum við að beita hugkvæmni í viðbrögðum okkar við því sem amar
að okkur til þess að verða ekki sjúkleikanum að bráð. Það er einmitt mælikvarði
á styrk og veikleika hvernig við tökumst á við takmarkanir sem þessar, hvort við
gefumst upp eða tökumst á við þær. Manneskja í líkama sem er skertur að getu
getur verið heilbrigð og full af lífsorku. Og manneskja sem býr við óskerta lík-
amlega getu getur verið kraft- og líflaus. Þess vegna er þetta spurning um hvernig
við tökumst á við það sem okkur er gefið af náttúrunnar hendi. Með orðfæri
samtímans mætti segja að Nietzsche hafi boðað meðvitund um líkamann og „að
hlusta á“ eigin líkama. Ofannefnd dæmi gefa aðeins örlitla innsýn í hugmynd-
ir hans um hvernig veita megi viðnám þeirri líkamsforsmán sem hafi einkennt
hefðina og tvíhyggju sálar og líkama sem hefur verið miðlæg í vestrænni heim-
speki og guðfræði. Þessi sýn hefur mótað skólalæknisfræði nútímans að því marki
sem hún hefiir ekki tekið mið af samspili hugar og líkama, og þar með líkama og
umhverfis, til skilningsauka á sjúkdómum og heilbrigði.
I ljósi þessarar sögu k'kamans felast hugmyndir Nietzsches um að verða „nátt-
úrulegri" fyrst og fremst í því að vera vakandi gagnvart kenndum og blygðast sín
ekki fyrir hvatir og eðHsávísanir, heldur vera opin fyrir þeim. Hafa verður í huga
að Nietzsche vinnur að heimspeki h'kamans á tímum klemmds siðferðis um eigin
h'kama og fordæmingar hómóerótískrar þrár. Hann vildi að náttúruleiki líkamans
nyti þeirrar virðingar og tignar sem honum bæri, en það hafði einnig í för með sér
göfgun hans á kynverund.
Þetta ber ekki að skilja sem svo að náttúran sé uppspretta siðferðilegra gilda að
dómi Nietzsches. Náttúran er hvorki góð né vond og það felur í sér að hvatir okk-
ar séu í sjálfu sér hvorki góðar né vondar (þótt afleiðingar útrásar þeirra geti verið
ýmist góðar eða vondar). Náttúran er ósiðræn og þess vegna taldi Nietzsche hina
náttúrulegu manngerð einnig vera ósiðræna. Að vera náttúruleg manngerð merkir
samt ekki nauðsynlega að vera óbeisluð og frjáls. Aðdáun Nietzsches beindist að
persónum sem bjuggu yfir miklum h'fskrafti og tókst að virkja þennan kraft og
gefa honum form og eigin stíl. Sterkum persónum tekst að beina kröftum sínum í
vissa farvegi með því að gefa vilja sínum stefnu. Þessar hugmyndir Nietzsches eru
í anda „vítalisma", en á grundvelli þessarar heimspekistefnu taldi hann forsendu
niannlegrar tilvistar vera þá að taka lífinu eins og það er, með gleði sinni og þraut,
og þá einnig að takast á við náttúrulegar hamfarir líkamans eins og veikindi og
hrörnun. Nietzsche kaus hins vegar ekki að dvelja um of við afturför og dauða,
heldur beindi frekar sjónum sínum að því sem hann taldi efla með mönnum
jákvætt viðhorf til h'fsins.
Að upplifa líkama sem náttúru
Það eru nokkur fyrirbæri sem Nietzsche telur til þess fallin að skilja hvað felst í
því að vera náttúrulegri manngerð. Fæðing er eitt af þeim. í síðari skriföm sínum
fyúlar hann um hvernig myndhverfing fæðingar lýsir hinni skapandi reynslu díón-