Hugur - 01.06.2010, Side 144

Hugur - 01.06.2010, Side 144
142 Róbert H. Haraldsson „Heldurðu að stórum huga sem horfir yfir allan tíma og alla veru geti fundist þetta mannlíf eitthvað stórfenglegt?" (II, bls. 99 [486a]). „Nei, það er óhugsandi“ svarar Glákon. Einn vandi við ofangreinda gagnrýni á Platon er að hún tekur ekki alvarlega þann möguleika að heimspekingur Platons kunni að búayfir sjónarhorni sem tryggi honum annars konar sýn á hlutina og einnig aðra niðurstöðu úr hugs- uðu tilrauninni en þorri manna er líklegur til að fá að dómi Glákons. Spurningin hér er sú hvort þessi sýn leiði heimspekinginn út í mannskemmandi tómhyggju eða veiti honum yfirvegaða sýn til hins góða lífs og réttláts samfélags. Um skkt er erfitt að fúllyrða en við megum ekki afskrifa fyrirfram réttlætishugmynd Platons sem gerir ráð fyrir þeim möguleika að tiltekin manngerð sem hlotið hefúr strangt uppeldi og markvissa þjálfún geti sannarlega borið hag heildarinnar fyrir brjósti ofar öllu öðru. Sjálfúr tel ég að sú vörn sem hér hefúr verið færð fyrir hönd Platons sé vissum takmörkunum háð. Hún er jafnvel á villigötum að svo miklu leyti sem hún tekur ekki nógu alvarlega þann skyldleika sem kann að vera með hring Gýgesar og heimspekinni í Fögruborg, og hún skoðar ekki heldur hver afstaða Platons sjálfs til þess skyldleika gæti hafa verið. Mér virðist nefnilega með ólíkindum ef Platon hefúr ekki sjálfúr komið auga á hve lík staða heimspekingsins og þess sem hefúr hring Gýgesar er (sbr. tilvitnunina hér að framan (6i3C-d)). Sé þessi skyldleiki til staðar og hafi Platon komið auga á hann má hæglega skoða Rtkið í aðra röndina sem hugleiðingu um hætmrnar sem felast í því að einhver hafi heimspeki á valdi sínu og komist í valdastöðu í samfélaginu. Og heimspekingar munu auðvitað geta komist til valda í borgríkinu án þess að hafa fengið hina ströngu þjálfún sem Sókrates leggur til. Við gætum því lesið Ríkið sem varnarrit um hugsanlegan eyðingarmátt heimspekinnar. Sú túlkun er ekki úr lausu lofti gripin. Ein erfiðasta spurningin sem Sókrates veltir upp í Rtkinu er einmitt sú hvernig borgríki geti lagt stund á heimspeki án þess að tortímast (4970)! Hvers konar upplag, uppeldi, sjálfsaga, reynslu og rökhugsun þurfa menn að hafa eða hafa hlotið svo þeir mis- noti ekki vald heimspekinnar? I þessu sambandi er athyglisvert að skoða gagnrýni Platons á heimspekingana í Ríkinu og öðrum ritum sínum. Ég hef ekki einvörð- ungu í huga gagnrýni hans á sófistana eða þá sem aldrei hafa haft annan metnað en að þykjast vera heimspekingar heldur einnig á hina sem hafa gott upplag til að verða sannir heimspekingar en spillast á leiðinni. I Faídóni virðast mér rökhat- ararnir til dæmis vera af þeirri gerð9 og í sjöundu bók Ríkisins er athyglisverð hugleiðing um böl sem hlýst af röklistinni í samtíma Platons (537e-539a), hvernig hún getur gert menn óréttláta, og hvernig heimspeki getur spillt mönnum kynn- ist þeir henni of ungir (539b-c). I sjöttu bók Ríkisins er eitt athyglisvcrt dæmi um hnignun heimspekinnar. Þar ræðir Sókrates um þá sem voru einkar vel fallnir til að ástunda heimspeki en verða henni afhuga og skilja hana eftir eina og vanrækta. I framhaldinu koma svo enn síðri menn og taka upp merki heimspekinnar. Um sh'ka menn spyr Sókrates Glákon: 9 Platon, Síðustu dagar Sókratesar, þriðja útgáfa, þýð. Sigurður Nordal og Þorsteinn Gylfason. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1990, bls. 155-158 (8gd—gia).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.