Hugur - 01.06.2010, Page 155
„Ósamsett vera sem kölluð ersál'
153
True Intellectual System of the Universe (1678) eftir föður hennar, Ralph Cudworth.
Leibniz lýsir aðdáun sinni á heimspeki föður hennar, ennfremur að verk hans hafi
veitt sér mikinn innblástur sem hafi leitt til þess að hann hafi bætt nokkru við
heimspekikerfi hans.30 Damaris svaraði bréfinu með því að biðja hann að útskýra
fýrir sér verundarhugtak sitt. Hún hafði lesið verk hans, „Nýtt kerfi um eðli ver-
undanna", í Journal des Scavants (1695) þar sem Leibniz fj allar um samband sálar
og líkama og lýsir tilgátu sinni um verundir og form.31
Bréfaskipti Damaris og Leibniz er að finna í heildarritum Leibniz, Die philo-
sophischen Schriften von Leibniz,^. bindi. Bréf Damaris komu síðan út í bókMarg-
aret Atherton, Women Philosophers of theEarly Modem Period (1994). Lois Frankel
fjallar um heimspeki Masham í ritröðinni^/ History ofWomen Philosophers: Volume
III: Modern Women Philosophers sem Mary Ellen Waithe ritstýrði og kom út 1989
ogjaqueline Broad í bók sinni Women Philosophers of the Seventeenth Century sem
kom út árið 2002.1 umfjöllun minni styðst ég við þessar bækur.
IV- Bréfaskipti Elísabetar og Descartes og Damaris og Leibniz.
Tvíhyggja sálar og líkama
Algengt var á nýöld að nota bréfaskipti til heimspekilegra skoðanaskipta. I þessu
samhengi eru bréfaskipti Descartes stór hluti af varðveittum heimildum eftir
hann. I heildarverkum hans Oeuvres de Descartes eru fimm bindi af ellefu til-
einkuð bréfaskiptum og á sama hátt skrifaði Leibniz svo mörg bréf um ævina að
það heför verið reiknað út að hann hafi skrifað að meðaltali eitt bréf á dag frá því
að hann lærði að skrifa.32 Bréfaskipti voru því afar algeng og um leið mikilvæg
leið til heimspekilegra samræðna. Þau gáfu heimspekingum færi á viðbrögðum
við kenningum sínum og möguleika á að bæði spyrja spurninga um kenningar
annarra og svara andmælum og gagnrýni á sínar eigin. Þetta samræðuform virtist
henta konum vel og tóku margar 17. aldar konur þátt í bréfaskiptum við sam-
tímakarlheimspekinga sem endaði jafnvel með því að bréfin voru gefin út.33
Oh'kt bréfum Descartes og Leibniz sem hafa verið notuð til þess að varpa frek-
ara ljósi á útgefin rit þeirra eru bréf Ek'sabetar eina framlag hennar til heimspek-
innar. Heimspekileg hugsun hennar er því ekki studd öðrum verkum hennar.
Bréf Damaris til Leibniz byggja að sama skapi aðallega á viðbrögðum við kenn-
ingum hans (og reyndar föður hennar einnig) en snúast ekki beint um viðfangs-
efni útgefinna rita hennar sjálfrar sem fjölluðu meðal annars um kvenréttindi.
Aldagömul heimspekiverk og sögulegar frásagnir um h'tið þekkta kvenheimspek-
inga h'kt og Ek'sabetu og Damaris bera því þess merki að hafa mótast af ákveðnu
30 Bréf Leibniz til Masham frá desember 1703, Atherton 1994: 78; Leibniz 1975-1990:336-337.
11 Bréf Damaris til Leibniz frá 29. mars 1704, Atherton 1994: 80.
12 Henry Alexander Henrysson 2004:13.
33 Broad 2002:2-3. Bréfaskipti Mary Astell og Johns Norris voru gefin út 1695 undir titlinum Letters
Coriceming the Love of God, Between the Author of the rroposal to the Ladies and Mr. John Norris:
Wherein his late Discourse, sheviing Ihat it ought to be intire and exclusive of all other Loves, isfurther
cleared andjustified.