Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 161
Ósamsett vera sem kölluð er sál'
159
góðu undrunarefni sem eru uppgötvanleg og virðast óþörf verður ofaukið
og einskis nýtt erfiði.51
Ef sálin væri sjálfri sér nóg væri eiginleikum líkamans ofaukið í hringrás
náttúrunnar. Að mati Damaris fylgja líkamanum góð og gild undrunarefni:
skynjanirnar, reynslan, ástríðurnar, fyktin, sjónin, heyrnin, snertingin, fæðingin,
dauðinn. Efnisleikinn er ekki til lítiUækkunar heldur er hann hluti af dásamleika
sköpunarverksins. Þessi andmæli tengjast á mildlvægan hátt almennri hugmynd
frá þessum tíma um að konur væru nær efninu og líkamleikanum en karlmenn
m.a. í krafti fæðingar barna. Bæði Norris og Malebranche skipuðu kvenleikanum
og konum á bekk með efnisleikanum, h'kamanum og öllu því sem taldist óæðra.
Margar konur mótmæltu því á þeim forsendum að sálin væri söm í öllum mann-
eskjum og rökhugsunin tilheyrði sálinni sem væri þá söm og jöfn í bæði körlum
og konum.52 Damaris hafnar því hins vegar að undrunarefni líkamans séu óæðri
sálinni og því sem meira er, að efnið sé óæðra hugsuninni.
Damaris leiðir líkur að því að kenningar Leibniz byggist ekki á reynsluheimin-
um. Hún telur að ef sálin hafi ekki rúmtak þá sé tilvist hennar óhugsandi þar sem
það sé ekki hægt að hugsa sér tilveru þess sem er hvergi og ómögulegt að eigna
hlut sem á sér enga tilveru eiginleika eins og að hann sér frumforsenda hreyfingar
og að skynjun sé athöfn hans enda gæti sálin ekki svarað skynjunum líkamans ef
engin tengsl væru þar á milli. Á sama hátt telur hún óskiljanlegt hvernig líkaminn
geti hagað sér samkvæmt eigin lögmálum án þess að verða fyrir áhrifúm frá sál-
inni á meðan raunin er sú að hann bregst við ástríðum og skynjunum hennar.53
Andmæli Damaris eru vísir að kenningu um líkamleika hugsunarinnar. Líkaminn
þarf að skilja sáfina og þar með þarf hann að geta hugsað.
A sama hátt veltir Elísabet því fyrir sér í bréfaskiptum sínum við Descartes hvort
líkaminn þurfi ekki að geta skilið sálina til þess að geta fylgt boðum hennar og
stjórn en Descartes útilokar að h'kaminn sé gæddur viti. Hún spyr einnig hvers
vegna óefnisleg verund eins og sáhn geti orðið fyrir svo miklum áhrifum af h'k-
Bréf Damaris til Leibniz frá 3. júní 1704, Atherton 1994: 83. Skáletrun mín. Efasemdir Damaris
um tilgátu Leibniz byggja á sama grunni og gagnrýni hennar á tilefnisorsakir Johns Norris, þ.e.
að hún sé ekki í samræmi við reynsluheiminn og rökhugsun Guðs. Hún færði rök fyrir þessari
afstöðu sinni í riti sínu A Disœurse Conceming the Love of God frá 1696 og var tilefni þess útgáfa
bréfanna milli Johns Norris og Mary Astell, Letters Concerning the Love of God. Gagnrýni Dam-
aris beinist fyrst og fremst að hátimbruðum platónisma sem hunsar siðferðilegar skuldbindingar
daglegs lífs með upphafningu á ást á Guði. Að mati Damaris á að hugsa breytni manneskja í
raunverulegum aðstæðum og á þeim grunni gagnrýnir hún reyndar einnig hugmynd Astell um
að nauðsynlegt sé að koma á menntastofnun fyrir konur, sem Astell setti fram í A Serious Proposal
to the Ladies I. Damaris tekur hugmyndum Astell (ranglega) sem röksemdum fyrir klausturlífi
með tilbeiðslu á Guði sem aðalmarkmið frekar en menntun og þjálfun í rökhugsun. Henni finnst
liugmynd Astell bæði útópísk og afturhaldssöm þar sem hún hvetji konur til þess að draga sig út
úr veröldinni í stað þess að krefjast breytinga á forsendum ríkjandi samfélags. Sjá nánar Broad
2002:114,120-126; Hutton 1993: 29-54; Frankel 1989: 80-90; O’Donnell 1984: 26-46; Springborg
2002:17-41.
52 Til dæmis Anne Conway, Catherine Trotter-Cockburn og Mary Astell.
53 Bréf Damaris til Leibniz frá 3. júní 1704, Atherton 1994: 82-84.