Hugur - 01.06.2010, Síða 191
Mælingar og samanburður á löngunum
189
hvernig hann á þeim tímapunkti metur einn kost samanborið við aðra kosti en
segja okkur ekkert um hversu sterkar langanirnar eru samanborið við langanir
hans á öðrum tímapunkti eftir að þær hafa breyst.
Vandamálið sem hér er lýst, ef „vandamáT skyldi kalla, er nákvæmlega hið sama
og það sem fjallað var um í síðasta kafla. Þegar langanir einstaklings breytast þarf
enda nýtt nytjafall til að lýsa hinum nýju löngunum. Og þar sem um er að ræða
tvö mismunandi nytjafoll er engin leið að bera gildin úr hinu nýja nytjafalh saman
við gildin úr því gamla, eins og þegar hefur verið rakið.
Samanburður á löngunum
Þeim nytjastefnumönnum sem halda því fram að velferð felist í því að heimurinn
sé sem næst því að vera eins og maður helst kýs og telja ennfremur að skylda
stjórnvalda sé fyrst og fremst að hámarka velferð borgaranna, er augljós vandi á
höndum fýrst ekki er hægt að bera saman hversu sterkar langanir einstaklinga
eru.23 Tökum sem dæmi stjórnvaldsaðgerð sem hefði í för með sér að þau 10%
borgara sem minnst eiga fengju aðstoð sem skipti sköpum fyrir h'fsafkomu þeirra
og væri íjármögnuð með skattheimtu af þeim 10% borgara sem mest eiga, en væri
þó ekki kostnaðarsamari en svo að skattheimtan hefði óveruleg áhrif á tækifæri
hinna efnameiri til að gera það sem þeir vilja (að öðru leyti en að greiða umrædda
skatta) og hefði engin önnur neikvæð áhrif. Að því gefnu að hinir ríkari vildu
heldur sleppa við að greiða skattana og að hinir fátæku séu hlynntir aðgerðinni
en einstaklingar í miðjuhópnum sem aðgerðin hefur ekki áhrif á hafi ekki skoðun
á henni, er á grundvehi þeirrar nytjastefnu sem hér er til umræðu hvorki hægt
að mæla með né gegn slíkri aðgerð. Skiptir þá engu þótt fátækari hópurinn sé
tilbúinn að „fórna öllu“ til að aðgerðin verði að veruleika, en hinir ríku láti sig
máhð aftur á móti litlu varða og séu tilbúnir að gera mjög lítið til að koma í veg
fyrir aðgerðina. Enda höfum við enga leið til að bera saman gildi þess sem hinir
fátæku eru tilbúnir að fórna, eins og þeir sjálfir meta það, við gildi þess sem hinir
ríku eru tilbúnir að fórna, eins þeir meta það. Það að sú nytjastefna sem um ræðir
skuli ekki hafa neitt að segja um ákvarðanir á borð við þessar hlýtur að teljast
mótsagnarkennt í ljósi þess að ein meginhugsunin á bak við nytjastefnu er einmitt
að stjórnvöld eigi að leggja aht kapp á að hámarka velferð þegna sinna (eða ein-
hver önnur huglæg gæði).24
Vilji menn engu að síður byggja samfélagsval (e. social choice) á löngunum borg-
23 1 þessu samhengi má benda á að sá stjórnspekingur nútímans sem líklega er frægastur fyrir að
halda fram þeirri kenningu sem hér er lýst, Richard Arneson, gerir enga tilraun til að leysa um-
ræddan vanda þrátt fyrir að viðurkenna tilvist hans. Sjá sérstaklega Richard Arneson,„Liberalism,
Distributive Subjectivism, and Equal Opportunity of Welfare", Philosophy and Public Affairs 19
(2/1990) en einnig „Welfare Should Be the Currency of Justice", Canadian Journal of Philosophy
30 (4/2000) og „Primary Goods Reconsidered", Noús 24 (3/1990).
24 Nútíma velferðarhagfræði, sem fyrst og fremst fæst við að benda á umbætur þar sem löngunum
einhverra er betur fullnægt án þess að einhver geti sagt að löngunum hans sé eftir breytinguna
síður fullnægt (þ.e. svokallaðar Pareto-umbætur), er enda komin nokkuð langt frá þeirri nytja-
stefnu sem hún byggir sögulega á.