Hugur - 01.06.2010, Qupperneq 196
194
Hlynur Orri Stefdnsson
kemur að því að meta velferð hans, þá hljótum við að segja að tveir einstaklingar
sem hafa fengið öllum (eða engum) löngunum sínum fullnægt njóti jafn mikillar
velferðar. Þar sem við hljótum ennfremur að geta gefið okkur að skynsamur og
vel upplýstur einstaklingur vilji helst að sá kostur sem uppfyllir allar hans langanir
verði að veruleika, en vilji síst að sá kostur sem uppfyllir engar af löngunum hans
verði að veruleika,39 höfum við réttlætingu fyrir því, telur Hausman, að gefa þeim
kosti sem hver og einn helst (og síst) vill sama gildi. Af þessu leiðir að við getum
borið velferð einstaklings i í aðstæðum x saman við velferð j í aðstæðumy með því
að bera saman eftirfarandi hlutföll:
Ui(x) — minUi Uj (y) — minUj
---------------- og ---------------------
maxUi — min Ui maxUj — min Uj
þar sem „maxU“ og „minU“ tákna þau gildi sem nytjafall hvers og eins eignar
annars vegar þeim kosti sem viðkomandi helst vill og hins vegar þeim kosti sem
hann síst vill.40
Helsta vandamálið við röksemdafærslu Hausmans er að hann virðist rugla sam-
an mælingum á því annars vegar hversu mikið einstakling langar til að kostur
verði að veruleika og hins vegar því hversu vel kosturinn uppfylli langanir hans,
en eins og þegar hefur verið rakið (í i.i.) er ekki hægt að leggja mælingar á þessu
tvennu að jöfnu. Þar sem gildin í nytjafalli einstaklings tákna styrk löngunar hans
í viðkomandi kost, en ekki hversu vel kosturinn uppfyllir langanir hans, getum
við samþykkt eftirfarandi fuliyrðingu (c): „Löngunum tveggja einstaklinga, sem
hafa fengið öllum (eða engum) löngunum sínum fullnægt, hlýtur að vera jafn vel
fullnægt," án þess að samþykkja að við ættum ávallt að gefa maxU og minU sama
gildið. Og jafnvel þótt við samþykkjum (c) getum við ekki notað núll-einn regl-
una til að bera saman hversu vel löngunum tveggja einstaklinga er fullnægt, þar
sem okkur vantar ennþá aðferð til að magnbinda hversu vel langanir einhvers eru
uppfylltar. Þessir tveir föstu þunktar koma okkur ekki að gagni fyrr en við höfum
fundið sh'ka aðferð.
Við getum ekki heldur notað núll-einn regluna til að bera saman hversu sterkar
langanir tveggja einstaklinga eru.Til þess þyrftum við réttlætingu fyrir því að gefa
löngunum þeirra í það sem þeir helst (og síst) vilja sama gildið. Þegar hefur verið
rakið hvers vegna siðferðileg rök veita ekki slíka réttlætingu. Hugtakagreining
veitir okkur ekki heldur slíka réttlætingu, því þar sem við metum styrk löngunar
út frá því hvað einstaklingur er tilbúinn til að gera til að fá henni fúllnægt, er ljóst
að það felst alls ekki í hugtakinu „löngun“ að alla langi jafn mikið í þann kost
sem þeir vilja helst að verði að veruleika. Sú áhætta sem skynsamur einstaldingur
39 Ég held að þessi forsenda sé óumdeild. Munið að liugtökin „kostur" og „löngun" eru túlkuð mjög
vítt í þessu samhengi, þannig að kostur vísar í raun til alls scm hægt er að ímynda sér og langanir
geta t.d. varðað hamingju cinhvers annars. Forsendan segir þannig aðeins að ef við hugsum okkur
ástand heimsins, Wi, þar sem einhverjar (eða engar) langanir einstaklings eru uppfylltar og annað
ástand, W2, þar sem fleiri langanir hans (jafnvel allar) cru uppfylltar, þá hljóti skynsamur og vel
upplýstur einstaldingur ávallt að vilja frekar að W2 vcrði að venileika en Wi.
40 Daniel M. Hausman, „Tlie Impossibility of Interpersonal Utility Comparisons", 480.