Hugur - 01.06.2010, Side 208

Hugur - 01.06.2010, Side 208
200 Atli Harðarson og gert á myndum i og 2 á þeim forsendum að þær geti ekki gert grein fyrir mun- inum á sjálfsþekkingu og sjálfsblekkingu. Einn þeirra er Kanadamaðurinn David A.Jopling. I bókinni Self-knowledge and the self sem út kom árið 2000, gefiir Jopling sér að það sé (a.m.k. eitthvert) vit í hversdagslegu tali um sjálfsþekkingu og sjálfsblekk- ingu og að eðlilegt sé að líta svo á að sjálfið sé viðfang þekkingar og blekkingar af þessu tagi. Þótt Jopling ræði vítt og breitt um sjálfsþekkingu og færi býsna góð rök gegn ýmsum kenningum um sjálfið á þeim forsendum að þær dugi ekki til að skýra í hverju hún er fólgin skilgreinir hann ekki nákvæmlega hvað hann á við með orðinu sjdlff. self). Hann gerir þó lauslega grein fyrir hugtakinu í inngangi bók- arinnar þar sem hann segir að það sjálf sem um ræðir séu manneskjur af holdi og blóði en ekki meðvitundin ein og sér og að sjálfið „feli í sér persónuleg einkenni, samhangandi ævisögu, miðlæg gildi og miðlægar skoðanir, langanir, tilhneigingar og geðshræringar" (Jopling 2000, bls. 11). Af þessari greinargerð og umræðu Jopl- ings um tengsl sjálfsins við siðferði er ljóst að sjálfshugtakið sem hann vinnur með er a.m.k. mjög líkt því hugtaki sem hér er til umræðu og vani er að vísa til með orðasamböndunum inn við beinið og innst inni. Þótt sumir þættir sem Jopling tilgreinir í lýsingu sinni á sjálfinu, eins og mið- lægar skoðanir, hljóti að vera manni sjálfum kunnir geta aðrir verið óþekktir, svo sem ýmsar tilhneigingar og persónuleg einkenni. Það er mun trúlegra að maður viti ekki fýrr en á reynir hvernig hann muni t.d. bregðast við hættu eða óvæntum aðstæðum heldur en að hann viti ekki hvað hann álítur, trúir eða telur sig vita. Greinargerð Joplings dugar því vel til að skýra hvernig sjálfsmynd manns getur verið röng eða villandi. Lýsing Joplings á sjálfinu sneiðir hjá göllum kenninga sem ekki geta greint milli sjálfsblekkingar og sjálfsþekkingar. Hún er samt ófullkomin að mínu viti, meðal annars vegna þess að hann skýrir ekki hvaða gildi og skoðanir eru miðlæg og ekki heldur hvaða persónuleg einkenni, langanir, tilhneigingar og geðshræringar það eru sem sjálfið innifelur. Raunar virðist fremur handahófskennt hvað er inni og hvað úti. I stuttu máli má segja að Jopling takist mun betur að rökstyðja að sjálfið sé ekki tómur hugarburður en að skýra af neinni nákvæmni hvað annað það er. I áðurnefndri bók, The Self 'andIts Emotions, sækir Kristján ýmis rök til Joplings en gerir mun einfaldari og skýrari grein fýrir því hvers konar sannindi eru tjáð með tah um sjálfið eða um hvernig einhver er innst inni. Hann segir að geðshrær- ingar séu ekki aðeins hluti af sjálfinu eða ein hlið þess heldur kjarni þess og eðli (Kristján Kristjánsson 2010, bls. 234). Þetta þýðir væntanlega ekki að allar geðshræringar séu jafn miðlægar heldur eitthvað á þá leið að það hvernig maður er inn við beinið eða innst inni velti á reglulegum og lítt breytilegum tilhneigingum til geðshræringa. Það ber ekki vott um sérstaka meinbægni þótt maður sé í úfnu skapi af og til. En ef það þarf að jafnaði lítið áreiti til að hann óski náunga sínum ills af öllu hjarta þá er hann meinhorn inn við beinið. Þessi kenning um að sjálf manns sé tilhneigingar til geðshræringa hefur sama
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.