Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Síða 118
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
í því fólst að „greina ekki á milli mannsins og verksins", eins og Marcel
Proust komst að orði um slíkan lestur og andmælti á þeim forsendmn að
„bók er afurð annars sjálfs en þess sem ffam kemur í daglegum háttum
okkar, í umgengni okkar \ið annað fólk, í löstum okkar“.32
Hér er ekki tóm til að gera þessari gagnrýni nein skil eða ræða afleið-
ingar hennar. Ég bendi þó á að samkvæmt ströngustu mynd hennar ætti
að lesa „Myndsálir“ eins og höfundur þeirra hefði ekki verið tdl, eins og
h'f hans og störf og ýmis atriði honum tengd skiptu ekki máh fyrir kvæð-
ið. Þetta er auðvitað hægt að vissu marki. I mínum augum eru ,ýVIynd-
sálir“ þó lýsandi dæmi um hitt, að stundum verður texti ekki skýrður að
gagni nema vitað sé um ýmsa þætti í ævi höfundar; og að þekking á drög-
um texta getur einnig auðveldað skilning á honum.
,Myndsálir“ eru torráðið kvæði. I því eru margar víddir. „O hvílíkt
sjónhverfingaspil endurminxiingarinnar,“ segir í einu kvæði Sigfúsar í
Hóndum og orðum og svipað orðalag viðhefur Yeats um það sjónhverf-
ingaspil sem skáldskapur allajafna er að hans dómi. Túlkun mín felur það
í sér, meðal annars, að „Myndsálir" séu uppgjör við ákveðið skeið í lífi
Sigfúsar, fjalli um tiltekna menn og endurómi raunverulega atburði.
Þessi sjálfsævisögulegi kjarni er mikilvæg vídd kvæðisins og skáldið sýnir
hann í spéspegh. Tilefni skopsins er býsna vel fahð og kemur ekki í ljós
fyrr en við allnákvæman lestur. Af þeim sökum tala ég mn allegóríu, í
þröngum skilningi orðsins. En kvæðið, og einkum þriðji hluti þess, hef-
ur að mínu vitd einnig mun víðari og almennari skírskotun í þá veru sem
ég hef ýjað að hér að ffaman: Um sambúð bókmennta og lista við valdið.
Hvað sem segja má almennt um ævisögulegan lestur á skáldskap tel ég
að hann sé vænleg leið til skilnings á þessu tiltekna Hæði Sigfúsar. En
fleira þarf að sjálfsögðu að koma til. Og vegna framfara sem orðið hafa í
lestri vitum við, eða ættum að minnsta kostd að vita, að röddin sem talar
í kvæði er aldrei alveg rödd mannsins í þjóðskránni sem kvæðið ortd; og
það sem fjallað er um - persónur, atburðir - lýtur eigin lögmálum með
svipuðum hættd. Jafnvel lykilkvæði leyna á sér.
„... cette méthode, qui consiste á ne pas séparer l’homme et l’œuvre ...“, og: „... un
livre est le produit d’un autre moi que celui que nous manifestons dans nos habi-
tudes, dans la société, dans nos vices.“ Marcel Proust: Contre Sainte-Beuve, Galli-
mard (coll. idées) 1968 [1954], bls. 157.
iió