Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Page 176
GEORGE DICKIE
ar. Það sem byrjar sem línuleg röð endar því sem hringur - skilgreining-
arnar fimm mynda saman eina hringlaga heild. Hringurinn er einkenni
sem hefðbundnar kenningar hafa ekki. Til dæmis skilgreinir expressjón-
ismi „list“ út frá tjáningu tilfinninga, en „tjáning tilfinninga“ felur ekki í
sér hugmyndina um list.
Hringurinn er almennt álitinn rökvilla sökum þess að því er haldið
fram að honum takist ekki að koma með upplýsandi skilgreiningu eða
lýsingu. Til dæmis, þegar Clive Bell sagði að merkingarbært form væri
það sem orsakaði fagurfræðilega tilfinningu og sagði síðan að fagurfræði-
leg tilfinning sé það sem orsakast af merkingarbæru formi drógu margir
þá ályktun að þeim hefði í rauninni ekki verið sagt neitt, og kannski var
það svo. Listamaður, listaverk, áhorfendur, listheimur og listheimskerfi,
ólíkt merkingarbæru formi og fagurfræðilegri tilfinningu, eru ekki
tæknilegar hugmyndir sem eru búnar til innan ramma ákveðinnar kenn-
ingar og þarfnast fræðilegrar skýringar. Hinar fimm grundvallarhug-
myndir stofhunarkenningarirmar eru allt hugmyndir sem við lærum öll
snemma í uppvexti okkar og við lærum þær saman eins og eina heild.
Listgreinakennarar og foreldrar kenna börnum hvernig á að vera lista-
maður og sýna verk sín. Börnum er kennt að teikna og lita og hvernig
eigi að koma teikningunni fyrir á ísskápshurðinni svo að aðrir geti séð
hana. Það sem verið er að kenna börnunum eru rmdirstöðuatriði í menn-
ingarlegum hlutverkum sem sérhver þátttakandi í þjóðfélagi okkar hefur
að minnsta kosti grófan skilning á. Þessi menningarlegu hlutverk eru, að
ég held, fundin mjög snemma upp í frumstæðum þjóðfélögum og fltujast
í tímans rás yfir í öll margbrotnari þjóðfélög. Svo að þegar við heyrum
„listamaður“ og „listaverk“ erum við ekki slegin út af laginu eins og þeg-
ar við heyrum „merkingarbært form“ og „fagurffæðileg tilfinning". Þeg-
ar fullorðið fólk heyrir „listamaður“ og „listaverk“ heyrir það orð sem
það hefur mjög lengi vitað hvað merkja. Hringurinn í grundvallarhug-
tökum stofhunarkenningarinnar skapar því ekkert vandamál fyrir skiln-
ing á þessum hugtökum. Sú staðreynd að fólk lærir hinar fimm grund-
vallarhugmyndir stofnunarkenningarinnar saman sem eina heild merkir
að þær eru það sem ég kalla „innhverf hugtök“, hugtök sem hverfast inn
í sjálf sig og fela í sér og styðja hvert annað.
Það er ekkert dularfullt við slík hugtök. Mig grunar að mörg menn-
ingarfyrirbæri okkar feli í sér innhverfar hugmyndir, hugmyndir sem
skilgreinast hver af annarri og eru lærðar sem heild. Hugmyndir stjórn-
174