Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Page 4

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Page 4
82 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR í pottinn búið, að þjóðin sjálf hefur aldrei haft tækifæri til að láta í ljósi neina skoðun á því hvort hún óski eftir svo stórfelldri breytingu á allri afstöðu sinni til annarra landa sem felast mundi í uppgjöf hlutleysis. Og ég er ekki í neinum vafa um hver sé afstaða mikils meirihluta íslendinga í því efni, enda er það þegar farið að koma í ljós. Og framtíðarstefnan hlýtur að markast af vilja þjóðarinnar en ekki af hæpnum lögfræðitúlkunum liðinna atburða. En nú ætti almenningi að fara að skiljast til hvers refirnir voru skornir í áróðri blaðanna síðustu mánuðina. Tilgangurinn var að liræða fólk til að gína yfir þessari tálbeitu: hlutleysið er farið veg allrar veraldar, gífurleg hætta steðjar að, eina úrræðið er vamarbandalag. Ekki er ljóst hvemig for- svarsmenn vamarbandalags hugsa sér þátttöku íslands í því, enda hafa þeir af skiljanlegum ástæðum viljað sem minnst um það tala. Satt er það, ennþá vitum við ekkert um þau skilyrði sem okkur mundu verða boðin. En hitt ætti hverjum manni að liggja í augum uppi, að eina framlag íslendinga til slíks bandalags getur verið hemaðaraðstaða, þ. e. herstöðvar í einhverri mynd. Vel kann að vera að slíkum herstöðvum verði valið eitthvert annað heiti, eitthvert form sem hægt sé að dulbúa; annað eins hefur sézt fyrr. Um það er að svo stöddu of snemmt að ræða. Hins vegar er það fjarstæða að ætla að okkur verði boðin þátttaka í varnarbandalagi, sem í raun og veru er hemaðarbandalag, án þess að okkur verði lagðar neinar kvaðir á herðar, — kvaðir sem geta ráðið úrslitum um framtíð íslenzks sjálfstæðis, íslenzkrar menningar og íslenzks þjóðemis. Formaður Sjálfstæðisflokksins réttlætir þátttöku íslands í varnarbandalagi m. a. með þessum rökum: „Brjótist styrjöld út veltur á öllu fyrir íslendinga að forðast að varnarleysi þess hrópi á árásaraðilann: Taktu mig. Það er út- látalaust, hér eru engar vamir en mikilvæg hemaðarleg aðstaða." (Mbl. 31/12 1948). Af þessum orðum verður ekki dregin önnur ályktun en sú að ætlunin sé að hér á landi verði komið upp svo öflugum hervörnum að árásaraðili mundi skoða hug sinn um að gera tilraun til að hertaka landið. Dettur nokkmm í hug að slíkt sé mögulegt án erlendra herstöðva og erlends herliðs, jafnvel á friðartímum? Og hvers vegna er það þá fjarstæða að nefna þetta í sömu andránni og fyrri óskir Bandaríkjanna um herstöðvar á íslandi, eins og Ólafur Thors telur í áðumefndri grein? Er það ekki einmitt þetta sem við viljum helzt af öllu forðast, að erlent herlið sé hér langdvölum og erlend stórveldi fái umráð yfir herstöðvum á íslenzkri gmnd? En það er rökrétt og óhjákvæmileg afleiðing af því að ganga í vamarbandalag með vopnuðum stórveldum, jafnvel þótt ekki verði þegar í stað farið fram á hersetu eða opinberar herstöðvar. Rétt er það að hlutleysi skapar ekki öryggi, en vamarbandalag gerir það áreiðanlega ekki heldur. íslenzka þjóðin verður því að gera sér þessa úrkosti Ijósa, og það nú þegar, án þess að láta blindast af hræðsluáróðri og hróp- yrðum: Eigum við að halda fast við hlutleysi okkar, sem hefur verið undir-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.