Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Síða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Síða 9
ARNGRÍMUR JÓNSSON LÆRÐI 87 Arngrímur honum dyggur liðsmaður með þýðingum guðsorðabóka og kveðskapar, en raunar finnst okkur nú orðið lítil ástæða til að staðnæmast til lengdar við þá hlið á störfum hans. Ef eitthvað ætti til að nefna af því tagi, yrði það helzt bókin Eintal sálarinnar sem Arngrímur sneri úr þýzku; sú bók var mikið lesin fyrr á öldum og hefur aftur verið grafin upp úr gleymskunni á þessari öld þegar sýnt var fram á að þangað hefur Hallgrímur Pétursson sótt að nokkuru leyti efniviðinn í passíusálma sína. En þegar þeir voru kveðnir var Arngrímur látinn fyrir mörgum árum. En svo mjög sem guðsorðið yfirgnæfir í prentuðu bókunum frá Hólum hefur þó margt fleira verið rætt á staðnum í þá tíð sem Guðbrandur Þorláksson og Arngrímur Jónsson voru þar helztir fyrirmenn, annar biskup, hinn skólameistari og kirkjuprestur. Eitt mál sem þá bar á góma var vegur íslands með erlendum þjóðum. Þar var ekki mikið af að láta. Hvarvetna þar sem íslands var getið í fræðibókum úti í löndum voru sagðar þaðan fáránlegar kynja- sögur sem hver höfundur tók eftir öðrum. Þar var sagt frá Heklu- fjalli þar sem sálir framliðinna yrðu að pínast í sárum kvölum. Þar var sagt frá hafísnum sem jafnan lyki um landið sjö eða átta mánuði ársins, og að úr honum heyrist þungar stunur líkar röddum kveinandi manna. Þar var sagt frá íslenzkum sauðkindum, að þær væru í svo góðum holdum að þær köfnuðu einatt í fitu sinni. Þar var lýst húsagerð íslendinga, að ýmist græfu þeir sig inn í fjöll og hóla eða hlæðu sér kofa úr fiskbeinum. Þar mátti lesa að íslend- ingar hefðu þvílíkar mætur á hundum sínum að þeir væru til- leiðanlegri að selja aðkomumönnum barn sitt en hund. Þar var sagt frá veiðiaðferðum íslendinga, að þeir setjist niður og leiki á hljóðfæri þangað til fuglar og fiskar komi sjálfkrafa og gangi í greipar þeim. Okkur getur fundizt að sögur á borð við þessar séu fremur meinlausar og bezt til þess fallnar að henda að þeim gaman. En hvað sem því líður, þá er víst að gamanið þótti heldur fara að kárna þegar farið var að birta rit um ísland sem mestmegnis voru tómur óþverraskapur og óhróður. Sá höfundur er nefndur Gories Peerse sem fyrstur varð til að setja slíkt saman; hann orti á lág- þýzku kvæði um íslendinga og lýsir þar saurlífi þeirra og sóða- skap með mörgum ófögrum dæmum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.