Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Page 48
126 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR gæti orðið til þess að þeir sem hlut eiga að máli vöknuðu til um- hugsunar um þetta efni og létu uppi skoðanir sínar um þær hug- myndir sem fram koma í álitinu. Það sem sagt verður hér á eftir er vitanlega á engan hátt á ábyrgð nefndarinnar, heldur eingöngu frá mínu eigin brjósti. Eins og tekið er fram í nefndarálitinu ná lestrarfélagslögin aðeins til lestrarfélaga í eiginlegum skilningi, og af því leiðir í fyrsta lagi að öll bókasöfn stór og smá sem fá styrk undir sínu nafni á fjárlögum eru eftirlitslaus og ekki undirgefin sömu reglum um skýrslugerðir og lestrarfélögin. Nú fá lestrarfélögin árlega 50 þús. kr. í fastan styrk og auk þess nálægt 100 þús. kr. í aukastyrk, sem aflað er með 5% álagi á skemmtanaskattinn. Hins vegar eru á fjárlögum 1948 veittar tæplega 180 þús. kr. til einstakra safna, auk 60 þús. kr. byggingarstyrks. Lestrarfélögum er gert að skyldu að senda fræðslumálastjórninni allnákvæmar skýrslur árlega um bókaeign, útlán, fjölda lánþega, bókakaup og allar fjárreiður. Hin söfnin, sem fá þó samtals meiri styrk af opinberu fé, senda engar slíkar skýrslur. Vafalaust gera flest eða öll þeirra skýrslur af þessu tagi, svo að lítil aukafyrirhöfn væri að senda eintak af þeim til sömu yfirvalda og lestrarfélögin. En að því væri mikill fengur. Fræðslumálastjóri hefur gert mér þann greiða að leyfa mér að skoða skýrslur lestrarfélaganna, og af þeim má margvís- legan lærdóm draga. Tvennt þyrfti þó að gera áður en hægt sé að nota til fulls þann fróðleik sem þar er saman kominn: í fyrsta lagi að draga saman í yfirlitsformi þá vitneskju sem í skýrslunum felst um starfsemi félaganna, og í annan stað að fá hliðstætt yfirlit um starfsemi kaupstaðarsafnanna. Með slíku yfirliti yrði fyrst hægt að fá hugmynd um bókakost íslenzkra almenningsbókasafna og notkun þeirra. Hér er ekki um að ræða neinn óþarfan slettirekuskap eða neitt vantraust á forstöðumönnum þessara safna, heldur er það óhjákvæmileg undirstaða allra aðgerða í þessum málum að menn viti hvar við erum á vegi staddir. Og að minnsta kosti ættu allir að geta orðið sammála um að ekki verður séð að hverjum notum ríkisstyrkurinn kemur meðan engar opinberar skýrslur eru til um hagnýtingu hans. Af skýrslum lestrarfélaganna er auðsætt að þau starfa við geysi-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.