Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Page 99

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Page 99
DÍALEKTISK EFNISHYGGJA 177 af hagsýni og and-heimspekilegum viðhorfum. Mikið hefur borið þar á „hinni heilbrigðu skynsemi“, og jafnframt því sem fengizt hefur verið við rannsókn á einstökum atriðum, hefur verið litiÖ með tortryggni á allar víðtækar eða almennar ályktanir, heimspekilegar eða hugsmíðakyns. Þessi arftekna afstaða hefur í reyndinni auð- kennzt mjög af tvíhyggju. Hún hefur verið hagsýn og skilningshvöss í efnislegum hlutum, en reikul og tilfinningabundin, er um félagsleg eða háspekileg (metafysisk) efni var að ræða. Hugsuðum af þessu tagi þótti því sem eining andstæðnanna, neitun neitunarinnar og hin hegelska þrenning: tesa, antitesa og syntesa — væri óþarfatrúss og óþjált meðfæris. Jafnvel sósíalistar hafa oft látið í ljós ósk um, að sleppa allri díalektík, er kenningar Marx væru raktar. En hin díalektisku hugtök eru efnisrík og góð stoð til athafna. Þau eru leiðarvísar, ef svo má að orði kveða, viðhorf eða aðferð til að gaumgæfa ákveönar aðstæður og til þess fallin að leiða í ljós atriði, sem annars yrðu óljós eða ruglingsleg. Sagnfræðingarnir á 19. öld gátu samiö ágætar lýsingar á þjóðlífsháttum samtímans, en með því að þá vantaði slíkt leiÖarhnoða, tókst þeim ekki að skapa samfelldan þráð eða meiningu í lýsingum sínum. Sögulegar lýsingar Marx eru eitt það bezta af því tagi frá þeim tímum. Hann lét sér ekki nægja að lýsa díalektiskri gerð eða sniði þess heims, sem hann var að skýra. Túlkun hans hefur ekki aðeins staðizt próf sögunnar, heldur hefur hann líka sýnt, hversu rannsaka skal viðfangsefni nútímans. í augum Marx voru díalektiskar and- stæður ekki bláber orðatiltæki eða þá óhlutstæðar hugmyndir, svo sem hjá Hegelssinnum. Þær voru tákn raunverulegra hluta, sem unnu í reynd hver gegn öðrum: Atvinnurekendur og verkalýður, lénsherrar og kaupmenn. Engels rakti þennan hugmyndaþráð lengra aftur í tímann, til baráttunnar milli jarðeignaaðals og ættsveita, og enn lengra aftur, allt til uppruna mannkynsins, er baráttan stóð milli hins gráðuga, einstaka dýrs og samvirks félagshóps. Það er eftirtektarvert við þessa lýsingu, hvernig ríkjandi form berst jafnan gegn því formi, sem það er sprottið af, hversu einstak- lingarnir mynda jafnan hópa, og hóparnir leysast aftur upp í ein- staklinga. En einstaklingurinn er ekki hinn sami á hinum ýmsu stig- um þróunarinnar: api, hálfsiðingi, aðalsmaður, kapítalisti o. s. frv. 12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.