Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Side 3
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR • 33. ÁRG. 1972 • 3.^1. HEFTI
Sverrir Kristjánsson
Kartaflan og konungsríkið
i.
Á fyrsta degi ársins 1801 gerðust þau tíðindi, að nýtt ríki var stofnað þar
sem Evrópa minnist við Atlantshafið: Hið sameinaða konungsríki Stóra-
bretlands og írlands, eða svo sem það kallaðist á ensku: The United King-
dom of Great Britain and Ireland. Með lögum þessum um sameiningu írlands
og Stórabretlands má telja, að punkturinn hafi verið settur aftan við mikla
raunasögu þjóðar, sem hafði tekið trú kristna þegar um miðja fimmtu öld,
átti sér einstæða klaustramenningu og gróðursetti menntasetur víða um Vest-
urevrópu í myrkri og auðn formiðalda. En þetta friðsama fólk, sem hefur
aldrei verið áleitið við aðrar þjóðir varð að þola áreitni og ofbeldi herskárra
víkinga frá Norðurlöndum, sem stofnuðu víkingaríki, æði skammlíft. Þeir
höfðu ekki bolmagn til að hafa varanleg áhrif á írska sögu, en aðrir
og voldugri herrar sigldu í kjölfar þeirra. Einn shkur herra var Hinrik II.
Englakonungur. Hann var ekki aðeins konungur Englands, heldur einnig
hertogi af Normandí og drottnaði yfir sumum fegurstu og ríkustu héruðum
Frakklands: Bretagneskaga, Anjou, Maine og Akvítaníu. Á franskri grund
var hann voldugri en sjálfur Frakklandskonungur. En hann hafði svo sann-
arlega sínar áhyggjur í stöðugri baráttu við háaðalinn, hina stæltu og stoltu
lénsbaróna, sem voru honum óþægur ljár í þúfu og þurftu sinna muna með,
fíknir í jarðir og lendur, og hvergi lágu þær svo lausar fyrir sem á írlandi,
þar sem ættflokkaskipulagið reif sj álft sig á hol í innbyrðis erj um. Um miðj a
12. öld lýsir enskur munkur ásigkomulagi hins enska þjóðfélags á þessa lund:
Þetta voru þeir tímar, er sérhver auðmaður byggði sér kastala og fyllti þá
djöflum og illiun mönnum. Þetta voru tímar þegar armingjar og fátækir
menn sultu í hel. Á þeim tímum báru akrar ekki korn, því að jörðin var illa
haldin af slíkum vonzkuverkum og menn sögðu opinskátt, að Kristur og
postular hans hefðu lagzt til svefns.
Árið 1155 lénaði páfinn Hinriki II. Englandskonungi allt írland og fjórtán
10 TMM
145