Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 6

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 6
Tímarit Máls og menningar samband við jarðir sínar á Irlandi en að þeir leigðu þær stórleiguliðum, sem leigðu þær síðan smáleiguliðum, er urðu að greiða mjög háa landskuld. Þegar líða tók á 18. öld tóku byltingarhræringar vestan hafs og austan að orka mjög á írsku þjóðina. Uppreisn amerísku nýlendnanna gegn stjórn Brela kveikti í írsku þjóðinni og hin brezka herraþjóð varð að slaka nokkuð á við íra. Komið var á brezk-írsku bandalagi 1782 og irskir kaþólikkar fengu að þjóna vissum embættum og atkvæðisrétt til írska þingsins, þótt ekki væri þeim leyft að sitja á þingi. Árið 1798, er England háði styrjöld við Frakka og tók að sér forustuna gegn frönsku byltingunni, hófu írar almenna upp- reisn gegn Englendingum. Byltingarflokkurinn hét „Hinir sameinuðu Irar“. Englendingar fóru með her til írlands og kæfðu uppreisnina í blóði. Og þegar þvi verki var lokið varð írland innlimað Stórabretlandi Hið samein- aða konungsríki Stórabretlands og írlands. Og þá erum við aftur komnir að upphafinu: hinu nýja ríki, sem stofnað var í byrjun 19. aldar. Alla 18. öld og í upphafi hinnar 19. hafði stjórnarfar Breta á írlandi saum- að svo að þjóðinni, að hún sá sér ekki annars úrkosti en að heyja frelsisbar- áttu sína með aðferðum hermdar- og hryðjuverka. Við viss söguleg skilyrði tekur barátta þjóða og stétta á sig form hermdarverka, stundum eru þessar baráttuaðferðir tjáning pólitískrar örvæntingar þegar fokið virðist í flest önnur skjól. Viðburðir samtímasögu okkar hafa gert okkur nærri því hag- vana á slóðum slíkra bardagaaðferða. Á írlandi voru hryðjuverk þessarar tegundar tengd félagsskap hinna Hvítu drengja eða félaga í samtökum Tungl- skinsmanna. Það var mjög algengt, að illa þokkaðir gósseigendur yrðu fyrir barðinu á slíkum samtökum. En árið 1823 voru stofnuð samtök, „Samband kaþólskra“, er ætluðu að heyja baráttu að löglegum hætti fyrir jafnrétti kaþólskra manna, kjörgengi, leyfi til embætta og háskólagöngu, en allt hafði þetta verið hannað kaþólskum mönnum síðan á 17. öld. Þessi pólitíska har- átta var háð undir forustu O’Connels, einhvers frægasta ræðumanns sinnar tíðar, og árið 1829 varð því loks framgengt, að kaþólskir menn fengi borg- araleg réttindi til jafns við aðra þegna þjóðfélagsins. Ári eftir að kaþólskir menn urðu hlutgengir á borð við aðra menn hóf O’Connel að bera fram kröfur sínar um afnám sambands Irlands og Stórabretlands, sem stofnað hafði verið til með lögunum frá 1801, er Irland hafði verið innlimað hinni nýju ríkisheild. Hið nýja sameinaða konungsríki Stórabretlands og írlands hafði ekki veitt írlandi þann hagnað, sem húizt hafði verið við af þeim mönnum, sem lögðu á ráðin inn stofnun hins sameinaða konungsríkis. í rauninni hafði ír- 148
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.