Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Síða 9
Kartajlan og konitngsríkið
byggja öllum bændum út af jörðum sínum að frjálsum vilja landsdrottins,
annað hvort eftir að byggingartíminn var runninn út eða með sex mánaða
uppsagnarfresti.
Lifnaðarhættir þessa írska sveitafólks voru af frumstæðasta tagi. Meiri-
hluti írskra bænda bjó í einsherbergis leirkofa án glugga. Og jarðirnar urðu
minni með hverju ári. Foreldrar bútuðu í sundur jarðir sínar til þess að
börn þeirra gætu fengið jarðnæði. Irskur bóndi sem átti ekki jarðnæði,
þótt ekki væri nema taugreftur salur, var dæmdur maður. Milli sáningar og
uppskeru karLöflunnar gengu tvær og hálf milljón írskra sveitamanna at-
vinnulausir og höfðu ekki við neitt að vera. Kartöflugarðsholan var líftrygg-
ing þeirra. Án hennar voru þeir ölmusumenn, beinaberir betlarar. Og því
urðu kotbændurnir æ fleiri og við slík hagræn skilyrði var ekki unnt að
auka afkastagetu jarðanna. Þessi efnahagsskipan gekk í berhögg við öll bú-
vísindi. Og hinir vísu feður, sem sátu í ráðuneytunum i London og áttu að
stjórna hagskipulagi hins sameinaða konungsríkis Stórabretlands og írlands
vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Þeir kenndu fátæktina barnaómegðinni, frjósemi
írskra kvenna, sem virtust ekki geta sinnt öðru en ala börn og tímgast eins
og rottur þvert ofan í lög guðs og manna.
En eitt varð þó ekki tekið af þessum írsku fátæklingum: þeim var alltaf
hlýtt. Ekki var til svo aum bóndakytra á öllu írlandi, að móeldurinn logaði
þar ekki. Mórinn var fet frá dyrum hvers einasta kots, og kartöflurnar héldu
í þeim lífinu. Svo mikinn sess skipaði kartaflan í lífi irska bóndans, að sagt
var um írskar húsmæður að þær kynnu ekki til annarrar eldamennsku en
sjóða kartöflur, þær kynnu ekki að koma upp suðunni á kjöti. Sennilega er
sagan bara óbreytt ensk yfirstéttarlygi frá 19. öld, en hvað sem því líður þá
var soðin kartafla það sem líf eða dauði írsku þjóðarinnar hvíldi á. Ef kart-
öfluuppskeran brást þá var tilvera þessarar barnmörgu þjóðar í veði. Og þá
brast á skelfingin haustið 1845: einhver voðasjúkdómur hafði heltekið
kartöfluna og aðalfæða hins írska manns var ekki manna matur.
Nú var það alls ekki svo, að menn hefðu ekki fyrr orðið varir við ódöngun
í kartöflum. Á þessum tíma höfðu menn alls ekki gert sér grein fyrir orsök-
um kartöflusýki, né heldur að þessi grófgerða jurt er mjög næm fyrir sjúk-
dómum. í meira en heila öld höfðu menn skráð kvilla í þessari ódýru en
saðsömu alþýðufæðu. Og hin ljósfælna jurt hafði orkað á þjóðfélagið sjálft,
valdið til að mynda uppreisn lýðsins í borginni Cork á írlandi. Stundum
hafði uppskeran mistekizt með öllu. Jurtin þoldi til dæmis ekki frosthörkur.
Á árunum 1821 og 1822 hafði orðið uppskeruhrestur á kartöflum svo hræði-
151