Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 10
Tímarit Máls og menningar
legur, að eklci var unnt að lýsa. Kartaflan hafði brugðizt hvert árið á fætur
öðru á síðasta áralug, hungursneyð víða um land, og ríkisstjórnin hafði
orðið að taka það til bragðs að ausa úr ríkissjóði miklum fúlgum til þess
að láta fólkið hafa vinnu, vinnu við stjórnargrjót, eins og það var kallað á
íslandi forðum tíð, þegar menn skildu ekki dyntina í hagkerfi kapítalismans.
A þessum árum voru menn því ekki alveg óviðbúnir, að kartöflujurt ætti það
til að hlaupa út undan sér, ekki síður en veðráttan eða önnur fyrirbrigði,
sem stafa af náttúrunnar völdum.
En um sumarið 1845 virtust allir vera í sátt við guð og náttúruna. Kart-
öfluuppskeran lofaði góðu, veðrið var heitt og þurrt og landbúnaðartímarit
Englands, Freemans Journal, sagði í lok júlí, að „eign fátæka mannsins,
kartöfluuppskeran hafi aldrei fyrr verið svo mikil og rík.“ Það var sem
sagt búizt við góðri kartöfluuppskeru og meðan svo leit út var þess að
vænta að fátæklingarnir yrðu að minnsta kosti ánægðir þetta árið. En sú
dýrð stóð ekki lengi. í byrjun ágústmánaðar hárust forsætisráðherra Bret-
lands, Sir Robert Peel, þær fregnir frá Wighteyju, sem fræg var fyrir garð-
rækt, að borið hefði á sjúkdómi í kartöfluuppskeru bæjarins. Þetta voru
fyrstu tíðindin um að vágesturinn mikli, kartöflumyglan væri komin til
Evrópu. Hún hafði borizt frá Norðurameríku og fengið sér far yfir Atlants-
hafið. Sir Robert Peel var forsætisráðherra íhaldsflokksins, en hann var
enginn bjáni. Hann mundi þá tíð, eftir lok Nopóleonsstyrjaldanna, þegar at-
vinnuleysi skall á og laun voru skorin við nögl, að enski verkalýðurinn var
farinn að eta kartöflur í stað brauðs. Brauð hins fátæka manns, kartaflan,
var ekki aðeins fæðutegtmd. Hún var þj óðfélagslegt afl. Hún gat jafnvel
komið af stað byltingu. Kartaflan var orðin mikilvægur liður á matarseðli
hins vinnandi fólks um alla Evrópu. En á írlandi var kartaflan sjálfur matar-
seðillinn á borðum milljóna manna.
II.
Það varð málsháttur írskrar alþýðu eftir miðja síðustu öld: Guð sendi
okkur kartöflirmygluna, en Bretar sendu okkur Sultinn. Hungursneyðarárin
1845-1849 kölluðu Bretar írsku hungursneyðina, en írar kölluðu þau sjálfir
Sultinn mikla. Þessi ár urðu mikil vatnaskil í sögu írlands. í pólitískum, at-
vinnulegum og félagslegum efnum breyta þau ásjónu og yfirhragði írsku
þjóðarinnar. Þessi umskipti hefðu án efa orðið fyrr eða síðar, en Sulturinn
mikli herti hraða atburðarásarinnar og olli stökkhreytingu á öllum högum
írlands, er dró á eftir sér langan slóða hörmunga og þjáninga.
152