Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Qupperneq 11
Kartaflan og konitngsríkið
Á finrmta tug 19. aldar var írland eitt þéttbýlasta land í Evrópu: rúmlega
8 milljónir manna, en fjórir fimmtu íbúanna bjuggu í sveit, í sumum héruð-
um var íbúatalan 400 á fermílu, en í heild var íbúatalan 335 á hverja fermílu
af ræktanlegu landi. Um helmingur þessa sveitafólks lagði sér í raun réttri
ekki annað til munns en kartöflur. Kartöflubrestur hafSi fyrr á öldinni veriS
staSbundinn í einstaka héruSum, en Sulturinn mikli stafaSi af uppskeru-
bresti, er tók til landsins alls. Skelfingarnar sem sigldu í kjölfar hans urSu
þvi gífurlegri en nokkurn mann hafSi óraS fyrir. Brezka ríkisstjómin var
alls óviSbúin aS leysa þann vanda, sem kartöflubrestur írlands bar henni á
hendur. Fyrst var þaS, aS fréttum um kartöfluuppskeruna bar í fyrstu ekki
saman. Brezkir embættismenn á írlandi töldu hættuna á uppskerubresti mjög
ýkta og í skýrslinn sínum til ríkisstjórnarinnar í London voru þeir fremur
bjartsýnir á uppskeruhorfurnar. ForsætisráSherrann, Robert Peel, áleit
einnig, aS fréttir frá írlandi væru jafnaSarlega nokkuS ýkjubomar. Hinar
bjartsýnu skýrslur brezkra embættismanna á írlandi voru í annan staS mjög
markaSar einhverju mesta hitamáli brezkrar sögu á 19. öld: afnámi korn-
tollsins. Korntollurinn hafSi veriS settur á í Bretlandi til þess aS tryggja
brezkum bændum og stórj arSeigendum arSbært verSIag á korni og styrkja
þá í samkeppninni viS ódýrt erlent innflutt korn. ByrSar hins háa brauSverSs
komu harSast niSur á verkamönnum í hinum miklu iSnaSarborgum. íhalds-
flokkurinn, sem var aS mestu leyti skipaSur gósseigendum, flestum aSal-
borniun, barSist meS kjafti og klóm gegn afnámi korntollsins. En Frjáls-
lyndi flokkurinn og róttækir, er báru fyrir brjósti hagsmuni hinnar brezku
borgarastéttar og töldu ódýrt brauS einfaldasta ráSiS til aS draga úr óánægju
verkalýSsins, vildu afnema tollinn hiS allra bráSasta. Róbert Peel hafSi um
nokkur ár hallazt aS skoSun pólitískra andstæSinga sinna, aS afnám tolla-
laganna væri eina lausnin til þess aS draga úr þjóSfélagslegum átökum á
Stórabretlandi. Þegar kartöflubresturinn skall á áriS 1845 þótti Robert þaS
einsætt, aS nú væri stundin komin til aS afnema korntollinn og írlandi yrSi
bezt borgiS meS þeim hætti. Úr því aS kartöfluuppskeran hefSi brostiS væri
ekki annaS til bragSs aS taka en gefa írsku þjóSinni kost á ódýru korni meS
því aS afnema þann toll, er olli hinu háa brauSverSi. TrúnaSarmenn Peels
á Irlandi og aSrir verndartollsmenn gerSu sem minnst úr kartöflubrestinum
og sumir voru svo galvaskir aS telja hann uppspuna írskra áróSursmanna.
Fyrir þessar sakir varS Sulturinn mikli á írlandi dreginn inn í flokkspólitísk-
ar deilur á Bretlandi sjálfu.
En kartöflumyglan gekk sína braut án þess aS hirSa mn póltískar erjur
153