Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 14
Tímarit Máls og menningar
á ókyrrð meðal sveitafólksins. Landsdrottnum voru send ógnunarbréf, og
nokkuð var um vopnastuld. Seðlar voru festir á kirkjudyr og borgarlilið í
Limerick og víðar og menn hvattir til að greiða hvorki landskuld né heldur
þreskja korn vegna kartöflubrestsins. Jarðeigendur tóku sem svo oft fyrr að
ugga um líf sitt og eignir og kröfðust aukinnar verndar lögreglu og hers. I
febrúarmánuði 1846 lýsli írskur og aðalborinn landsdrottinn því yfir í Lá-
varðadeildinni, að mikill hluti Irlands væri í uppreisnarástandi. Hann krafðist
þess, að ríkisstj órnin legði þegar fram frumvarp til laga um verndun lífs og
eigna. Stjórnin varð þegar í stað við þessari kröfu, og lagði fram lagafrum-
varp, svokölluð nauðungarlög. Slík nauðsungarlög höfðu verið samþykkt 17
sinnum áður síðan Irland var innlimað Stórabretlandi.Samkvæmtlögumþess-
um gat landstjóri Irlands lýst yfir hernaðarástandi í hvaða héraði sem var, yf-
irvöldin gátu dæmt menn til útlegðar um sjö ár, handtekið menn, sem grun-
aðir voru um uppreisn, en þeir sem höfðu hvers konar skotvopn í fórum
sínum höfðu unnið sér til höfuðsakar. Frumvarp stjórnarinnar var samþykkt
í báðum þingdeildum. í neðri deild réðst aðeins einn þingmaður á frumvarp
stjórnarinnar, William Smith O’Brien, niðji einnar tignustu ættar fornírskrar.
Sulturinn vofði yfir írlandi, en í stað matvæla sendi ríkisstjórnin þangað
hermenn.
Um vorið 1846 virðist þó sem vonaralda hafi farið um Irland og af lítt
skiljanlegum ástæðum héldu margir, að brezka stjórnin mundi útbýta ókeypis
matvælum meðal allrar þjóðarinnar. Þeir voru ekki fáir meðal Ira, sem höfðu
ekki annað að leggja sér til munns en vonina eina. Sex mánuðir voru liðnir
síðan plágan hafði hafizt á írlandi og nú var sulturinn farinn að sverfa að
fólkinu í mörgum héruðum. Menn átu allt sem tönn á festi, úldnar kartöflur,
sem enginn Englendingur mundi gefa svínum sínum, svo sem Smith O’Brien
komst að orði. í Clare-héraði sá írskur lávarður og góður búhöldur fólk
leggja sér til munns svo skemmdan mat og úldinn, að opna varð dyr og
glugga til að þola við. Sami heimildarmaður gat þess xnn leið, að margir
hefðu fengið hitasótt af að eta skemmdar kartöflur. Um miðjan marzmánuð
1846 skýrði innanríkisráðherrann, Sir James Graham, neðri málstofunni frá
því, að hlóðsótt hefði stungið sér niður í öllum héruðum og fylkjum írlands.
A þessum mánuðum, er hungursneyðin læddist að, tók að bera á fyrstu
félagslegu afleiðingum hennar: jarðeigendur og landsdrottnar tóku að byggja
leiguliðunum út af kotskæklum þeim, sem var þeirra eina athvarf. Kartöflu-
bresturinn fól í sér þá hættu, að leiguliðarnir gætu ekki greitt landskuld sína,
og þá tóku landsdrottnar það ráð að byggja þeim út, sem ekki gátu greitt.
156